Virk í Athugasemdum
banner
asdisvirk.bsky.social
Virk í Athugasemdum
@asdisvirk.bsky.social
Eyri við Ingólfsfjörð fan account
Ég bið ekki um mikið. Eingöngu að Phoebe Bridgers og Matt Berninger geri meiri tónlist saman. Ekki nema svona 7-10 breiðskífur til að byrja með. Er það til of mikils mælst?
September 12, 2025 at 9:12 AM
10 ára sonur minn er óþægilega mikil þjóðernissinni þegar kemur að fótbolta, en hann elskar líka Kylian Mbappé brjálæðislega heitt, ég er nokkuð viss um að hann klofni í tvennt innan skamms.
September 9, 2025 at 7:57 PM
Reposted by Virk í Athugasemdum
Nobody is “grooming” your kids to be gay or trans but people ARE grooming them to be Nazis.
September 3, 2025 at 12:17 PM
Mín kenning er að Miðflokksþrenningin sé að reyna að heilla JKR til að fá hlutverk í framhaldsseríu HP bókanna þar sem miðaldra og útbrunnin þrenningin berst gegn illum kynsegin öflum því það er orðið ljóst að ekkert þeirra getur gert greinarmun á vondu köllunum ævintýranna og eigin ranghugmyndum.
September 3, 2025 at 2:06 PM
Hlakka til að sjá alla skítara landsins á stórfundi á Laugardaginn. Það eru mjög fáar afsakanir fyrir því að mæta ekki sem eru teknar gildar, en ég get dæmt afsökunina ykkar í kommentum og bæði gefið henni einkunn og metið hvort hún sé löggild eður ei.
September 3, 2025 at 1:45 PM
Elska að heyra sjálfstæðismenn tala um ástandið í landinu einsog þau hafi verið í stjórnarandstöðu í 25 ár og núverandi ríkisstjórn beri fulla ábyrgð á hvernig komið er fyrir grunnstoðum samfélagsins, einsog í mennta- og heilbrigðiskerfinu.
August 26, 2025 at 12:43 PM
Reposted by Virk í Athugasemdum
I'm Jewish and I think about antisemitism all the time. I can't tell you how fucking weird it is that Homeland Security posting literal neo-Nazi propaganda generates less discussion about the threat to Jews than a mayoral candidate who believes Palestinians are human beings.
DHS is recruiting using a not-so-subtle reference to a 1978 book from white nationalist William Gayley Simpson, Which Way Western Man?

Simpson's book was released under an imprint associated with the National Alliance, founded by Turner Diaries author William Luther Pierce.
August 12, 2025 at 6:36 PM
Uppgötvun dagsins.
Lén bændablaðsins er www.bbl.is - ég er nokkuð viss um að einhverjir internet notendur hafi orðið fyrir vonbrigðum (nú eða óvæntri ánægju) í leit sinni að stórrössuðum Íslendingum.
bbl.is - Bændablaðið
www.bbl.is
May 6, 2025 at 4:12 PM
Í öllum fréttunum sem hafa borist af absúrd ákvarðanatöku ráðamanna um allan heim hefur sú mikilvægasta af öllum fallið í skuggann.

Hvar eru Haribo Salt Bomber og afhverju hafa þær ekki sést í stórmörkuðum í margar vikur? Hver ætlar að taka að sér að afhjúpa þetta deep state samsæri?
March 29, 2025 at 9:34 AM
Áhugavert að leikarar semji við dansara um laun, en ég er hlynnt allri nýsköpun sem hjálpar til í verkalýðsbaráttunni.
March 19, 2025 at 7:50 PM
Reposted by Virk í Athugasemdum
this is the face of a man who is about to end the bird flu epidemic by eating every infected bird
February 26, 2025 at 4:10 AM
Reposted by Virk í Athugasemdum
Finnst gagnlegt að setja heilbrigðisstarfsfólk í stað lögreglu til að spegla, því almenningur er fullkomlega samdauna lögregluofbeldi. Ef hjúkrunarfr. myndi tækla og sprauta niður einstakling á spítala og annar kæmi og segði „Missti ég af fjörinu? Náðuð þið dýrinu?“ væri allt brjálað.
„Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu - Vísir
Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að breg...
www.visir.is
February 25, 2025 at 9:42 PM
Reposted by Virk í Athugasemdum
"This isn't fucking Build A Bear" is gonna be my new go to when discussing this sort of thing. Nailed it.
February 24, 2025 at 3:04 PM
Ég er mögulega ekki alveg með á hreinu hvar gleraugun mín eru, en ég var 100% viss um Sigga Beinteins væri mjög peppuð fyrir þessum íkveikjubörnum
February 17, 2025 at 10:24 PM
Fyndnast í heimi að reyna að halda því fram að smölun í sambandi við kosningar hjá Sjálfstæðisflokknum sé á einhvern hátt frábrugðin venju. Man ekki eftir framboðum í stöður innan flokksins eða prófkjörum þar sem þetta hefur ekki verið gert, bara mjög mikið business as usual frá Heimdalli og upp.
February 13, 2025 at 6:43 PM
Reposted by Virk í Athugasemdum
Europe should continue exporting aluminium, and say but these tariffs are for aluminum, we sell aluminium
February 9, 2025 at 10:04 PM
February 8, 2025 at 1:39 PM
Þegar barnið þitt er loksins orðið nógu gamalt til að verða spennt yfir bókunum sem þú elskaðir og elskar🥹🥹.

Hvílík tímamót fyrir humar!
February 6, 2025 at 7:54 PM
Tvisvar á ári geri ég sömu mistökin að pæla í því hvað í fokkanum sé í gangi með námslánin mín og hvort ég gæti nú ekki farið að gera eitthvað í þessu. Í hvert skipti hellist yfir mig sama gamalkunna vonleysistilfinningin, einsog blautt, kalt og illalyktandi ullarteppi. Verðtrygging, what a concept.
February 2, 2025 at 8:10 PM
Tveir nöttaðir samsæriskenninga mógúlar skrifa á Vísi. Hvorugt virðist vera í góðu sambandi við raunveruleikann né staðreyndir. Annað þeirra er dálítið skemmtilegt uppbrot í hversdaginn, hitt spýr stórhættulegri hatursorðræðu sem jaðarsetur enn frekar einn jaðarsettasta samfélagshópinn okkar.
February 2, 2025 at 2:28 PM
Jæja litlu leikhússkítarnir mínir, hver hefur farið á 60 kíló í Borgarleikhúsinu? Nenniði að segja mér að hún sé það besta sem hefur komið fyrir ykkur? Ég er að bjóða Pabba á hana, við erum bæði mjög miklir aðdáendur bókarinnar og nú er ég að panikka að leikverkið sé það versta sem hafi gerst.
January 28, 2025 at 9:42 PM
Stafasúpumánudagur.
January 27, 2025 at 6:08 PM
Borgin nær ekki að manna leikskóla, því kjör eru ekki í samræmi við ábyrgð og álag og skerðir þjónustu. Kennarar fara í verkfall til að knýja fram betri kjör. Foreldrar kæra kennara fyrir að fara í verkfall. 🤡
Langar ykkur að allir hætti að vinna á leikskólum, því þið eruð að eiiisa þetta gæs!
January 23, 2025 at 8:57 PM
Er loksins eitthvað að gerast á Bluesky? Mig hefur sárvantað vettvang fyrir 'old man yells at cloud' væbið mitt síðan ég yfirgaf forritið, en það var aldrei neinn á Bluesky svo ég öskraði bara í hítina í staðinn.
January 23, 2025 at 8:33 PM