Trans Ísland
banner
transisland.is
Trans Ísland
@transisland.is
Félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari og stuðnings- og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Stofnað 2007. 🏳️‍⚧️

Community-led trans rights advocacy. 🇮🇸🏳️‍⚧️
Trans Ísland vill koma þessu verkefni Borgarbókasafnsins á framfæri, en þau eru að leita að fólki til að segja frá efni sem gefur því þá tilfinningu að það tilheyri, t.d. bók, lag, ljóð, kvikmynd, sögu, uppskrift eða annað. Nánari upplýsingar á vef Borgarbókasafnsins:
borgarbokasafn.is/hreidrid
November 19, 2025 at 5:55 PM
Minningarstund verður haldin á morgun kl. 17:30. Vonumst til að sjá sem flest! 🩵🩷🤍
Minningardagur trans fólks verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Trans Ísland heldur minningarstund í Regnbogasal Samtakanna '78 kl. 17:30 þann dag. Vonumst til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
November 19, 2025 at 5:29 PM
Minningardagur trans fólks verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Trans Ísland heldur minningarstund í Regnbogasal Samtakanna '78 kl. 17:30 þann dag. Vonumst til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
November 10, 2025 at 3:33 PM
Forseti Trans Íslands kíkti við í Mannlega þættinum í gær og ræddi nýútkomna skýrslu Nordic Safe Cities um hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. 🏳️‍⚧️
Mannlegi þátturinn - Spilari RÚV
Í lok síðustu viku voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem bar nafnið Öruggarin hinsegin borgir, sem unnin er af Nordic Safe Cities fyrir Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að ein af hverjum tíu athugase...
www.ruv.is
November 5, 2025 at 6:37 PM
Reposted by Trans Ísland
Ég verð í Mannlega þættinum á Rás 1 að tala um nýútkomna skýrslu Öruggari hinsegin borga upp úr kl. 11 í dag, endilega stillið viðtækin!
November 4, 2025 at 10:06 AM
Reposted by Trans Ísland
Í gær ávarpaði ég málþingið Öruggari borg fyrir hinsegin fólk og talaði um þróun síðustu ára og mikilvægi þeirrar skýrslu sem málþingið var haldið vegna. Ávarpið er komið inn á vef TÍ 🏳‍⚧
Ávarp forseta á málþinginu Öruggari borg fyrir hinsegin fólk – Trans Ísland
transisland.is
October 30, 2025 at 12:18 PM
Sú breyting varð nýverið á stjórn Trans Íslands að Jóhann Kristian Jóhannsson lauk störfum sem ritari. Við þökkum Jóa kærlega fyrir gott samstarf síðastliðið eitt og hálft ár og óskum hans alls hins besta! Nýr ritari er Irma Alexandra Hopkins og við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar! 🩵🩷🤍🩷🩵
October 14, 2025 at 2:19 PM
Vilt þú sýna stuðning við trans samfélagið í verki? Vantar þig nýjan bol? Þarftu fleiri límmiða á tölvuna þína? Kíktu þa á nýja vefverslun Trans Íslands á verslun.transisland.is! Sendum um allt land með Dropp 📦

🩵🩷🤍🩷🩵
October 9, 2025 at 12:01 PM
Reposted by Trans Ísland
Samstaða á tímum bakslags í mannréttindabaráttu hefur aldrei verið mikilvægari. En hvernig sýnum við samstöðu? Og hvernig getum við snúið þróuninni við?

Ég og Sóley ætlum að bjóða upp á skemmtilega og gagnlega vinnustofu 20. október næstkomandi. Skráningarhlekkur fyrir neðan 👇
September 24, 2025 at 12:03 PM
Í dag kom út þessi grein eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, þar sem hún fer yfir helstu staðreyndir um kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi og undirstrikar mikilvægi hennar. Við mælum eindregið með lestri hennar! Takk Alma 🩵🩷🤍🩷🩵
Ég er eins og ég er – um heil­brigðisþjónustu við trans fólk - Vísir
Af opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi má sjá að töluvert skortir á þekkingu fólks þegar kemur að því hvernig heilbrigðisþjónustu við trans fólk er háttað.
www.visir.is
September 13, 2025 at 1:38 PM
Þetta fer að bresta á! Gleðigangan leggur af stað frá Skólavörðuholti stundvíslega kl. 14 á morgun og við biðjum þátttakendur því að koma um kl. 13 í uppstillingu að bílastæðunum fyrir framan Tækniskólann. Atriðið okkar er númer 15 í göngunni. Hlökkum til að sjá ykkur! ✨
Trans Ísland býður öllu trans og kynsegin fólki sem og stuðningsfólki að ganga saman í gleðigöngunni 2025 laugardaginn 9. ágúst! Þemað í ár er Sterkust saman og við leggjum áherslu á mikilvægi samstöðu og að ganga sem eitt sameinað samfélag. Nánari upplýsingar:

transisland.is/trans-island...
August 8, 2025 at 2:10 PM
Í kvöld verður þessi mjög svo áhugaverða heimildarmynd sýnd í Bíó Paradís og að henni lokinni verða pallborðsumræður. Sýningin er styrktarsýning fyrir Trans Ísland og við hvetjum öll til að kaupa miða! 🎥
Fatherhood – Þrír pabbar -
Hrein og bein saga um hinsegin fjölskyldu Þrír karlmenn eiga von á sínu fyrsta barni. Kristopher, David og Sindre eru allir á fertugsaldri og búa saman &i...
bioparadis.is
August 7, 2025 at 11:13 AM
Gleðilega hátíð Bluesky! Við minnum á grillið á Klambratúni á morgun. Endilega kíkið við, segið hæ og fáið ykkur pulsur! (Já, ég hef tekið þá skautandi afstöðu að segja pulsur) 🌭🌭🌭
Árlegt pridegrill Trans Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. ágúst kl. 16:30 á Klambratúni! Trans Ísland sér fyrir veitingum. Nánari upplýsingar í viðburði. Hlökkum til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
August 5, 2025 at 7:19 PM
Trans Ísland býður öllu trans og kynsegin fólki sem og stuðningsfólki að ganga saman í gleðigöngunni 2025 laugardaginn 9. ágúst! Þemað í ár er Sterkust saman og við leggjum áherslu á mikilvægi samstöðu og að ganga sem eitt sameinað samfélag. Nánari upplýsingar:

transisland.is/trans-island...
July 31, 2025 at 5:22 PM
Árlegt pridegrill Trans Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. ágúst kl. 16:30 á Klambratúni! Trans Ísland sér fyrir veitingum. Nánari upplýsingar í viðburði. Hlökkum til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
July 18, 2025 at 4:24 PM
Fremst í atriði TÍ í gleðigöngunni í ár verður gjörningur þar sem þátttakendur, allir klæddir í eins boli, ganga saman og leiðast til að tákna samstöðu innan trans samfélagsins og að við göngum sem ein heild. Takmarkað pláss, opið fyrir umsóknir! Almenn þátttaka í atriði TÍ er sem fyrr opin öllum ✨🏳️‍⚧️
Umsókn um þátttöku í gjörningi Trans Íslands í gleðigöngunni 2025 // Application for Trans Iceland's performance piece at Reykjavík Pride 2025
Vilt þú taka þátt í gjörningi Trans Íslands í gleðigöngunni 2025? Hér geturðu sótt um pláss! // Do you want to participate in Trans Iceland's performance in the 2025 Reykjavík Pride Parade? Apply for ...
forms.gle
July 16, 2025 at 1:05 PM
Í dag, 14. júlí, er árlegur alþjóðlegur dagur kynsegin fólks. Til hamingju með daginn kæru kvár! 💛🤍💜🖤
July 14, 2025 at 4:39 PM
TÍ leitar að nokkrum trans einstaklingum til að taka þátt í gerð þáttaraðar um daglegt líf trans fólks (aðeins 18 ára og eldri).

Tökur eru áætlaðar 26.–28. júlí 2025 og umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2025. Umsóknir berist í tölvupósti á stjorn@transisland.is ásamt smá texta um umsækjanda. 🏳️‍⚧️
June 22, 2025 at 9:15 PM
Gleðigöngunefnd TÍ hefur hafið störf en enn er rými fyrir fleiri þátttakendur, svo nú er síðasti séns fyrir þau sem hafa áhuga á að vera með að skrá sig!

Our Pride committee has started its work, but there's still room for more participants. Now is the final chance for those interested to register!
Trans Ísland leitar að áhugasömu fólki í gleðigöngunefnd! Nánari upplýsingar má finna í umsóknarformi hér að neðan:

Trans Iceland is looking for people interested in joining its Pride committee! More information can be found in the application form:

forms.gle/xfFwiwi1SW4D...

🏳️‍⚧️🏳️‍⚧️🏳️‍⚧️
May 28, 2025 at 3:23 PM
Ætlar þú að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár? Trans Ísland er eitt þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að styrkja. Allri okkar starfsemi er haldið út með styrkjum og renna áheit því beint í félagsstarf og réttindabaráttu trans fólks. Opið er fyrir skráningar á hlaupastyrkur.is! 🏳‍⚧
May 18, 2025 at 3:46 PM
Í dag, 17. maí, er hinn árlegi alþjóðlegi dagur gegn hinsegin fordómum (IDAHOBIT). Við Íslendingar erum heppin að því leyti að Ísland þokast enn áfram í áttina að auknum lagalegum réttindum. Betur má þó ef duga skal, eins og Kári fer vel yfir í þessari grein í tilefni dagsins.

❤️🧡💛💚💙💜
Við munum aldrei fela okkur aftur - Vísir
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar.
www.visir.is
May 17, 2025 at 2:35 PM
Nýtt Regnbogakort var birt í dag og er því miður mest áberandi að nokkur lönd hríðfalla vegna skrefa sem stigin hafa verið til að svipta hinsegin fólk réttindum sínum. Belgía steypir Íslandi úr 2. sæti með sterkari lögum um hatursglæpi, sem er afar þörf brýning um að þau þurfi að styrkja hérlendis.
The #RainbowMap 2025 is live! Find out how 49 European countries rank on LGBTI human rights and see which ones are leading, or falling behind. Check it out now! rainbowmap.ilga-europe.org
May 14, 2025 at 4:55 PM
Nú stendur yfir söfnun vegna nýlegrar ákvörðunar hæstaréttar Bretlands, með það að markmiði að höfða mál til að fá það viðurkennt að Bretland sé að brjóta á mannréttindum trans fólks. Trans Ísland hefur lagt söfnuninni lið og við hvetjum önnur til þess að gera slíkt hið sama. 🏳️‍⚧️
🏳️‍⚧️ NEW 🏳️‍⚧️

We believe the Supreme Court – which disgracefully refused to hear from trans people before its decision last week – has placed the UK in breach of its obligations under the Human Rights Act.

So we’re readying a challenge – join us:
goodlaw.social/xpme
Help us challenge the Supreme Court’s judgment on trans rights | Good Law Project
goodlaw.social
May 6, 2025 at 5:29 PM
Nú eru tæpar tvær vikur í Hamingjuhlaup Samtakanna '78 og Kristals, sem fer fram í Elliðaárdalnum laugardaginn 17. mars. Við hvetjum öll áhugasöm eindregið til að skrá sig og taka þátt í hýrasta hlaupi sögunnar! 🌈

www.corsa.is/is/hamingjuh...
May 5, 2025 at 9:52 PM
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Verðlaun í flokki þýðinga hlaut bókin Kynsegin eftir Maia Kobabe, í þýðingu Elíasar Rúna og Mars Proppé.

Við óskum Elíasi og Mars innilega til hamingju og mælum eindregið með bókinni fyrir fólk á öllum aldri! 🏳️‍⚧️
April 23, 2025 at 4:24 PM