Trans Ísland
banner
transisland.is
Trans Ísland
@transisland.is
Félag trans fólks á Íslandi. Félagið er málsvari og stuðnings- og baráttusamtök fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Stofnað 2007. 🏳️‍⚧️

Community-led trans rights advocacy. 🇮🇸🏳️‍⚧️
Trans Ísland vill koma þessu verkefni Borgarbókasafnsins á framfæri, en þau eru að leita að fólki til að segja frá efni sem gefur því þá tilfinningu að það tilheyri, t.d. bók, lag, ljóð, kvikmynd, sögu, uppskrift eða annað. Nánari upplýsingar á vef Borgarbókasafnsins:
borgarbokasafn.is/hreidrid
November 19, 2025 at 5:55 PM
Minningardagur trans fólks verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi. Trans Ísland heldur minningarstund í Regnbogasal Samtakanna '78 kl. 17:30 þann dag. Vonumst til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
November 10, 2025 at 3:33 PM
Vilt þú sýna stuðning við trans samfélagið í verki? Vantar þig nýjan bol? Þarftu fleiri límmiða á tölvuna þína? Kíktu þa á nýja vefverslun Trans Íslands á verslun.transisland.is! Sendum um allt land með Dropp 📦

🩵🩷🤍🩷🩵
October 9, 2025 at 12:01 PM
Trans Ísland býður öllu trans og kynsegin fólki sem og stuðningsfólki að ganga saman í gleðigöngunni 2025 laugardaginn 9. ágúst! Þemað í ár er Sterkust saman og við leggjum áherslu á mikilvægi samstöðu og að ganga sem eitt sameinað samfélag. Nánari upplýsingar:

transisland.is/trans-island...
July 31, 2025 at 5:22 PM
Árlegt pridegrill Trans Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. ágúst kl. 16:30 á Klambratúni! Trans Ísland sér fyrir veitingum. Nánari upplýsingar í viðburði. Hlökkum til að sjá sem flest! 🏳‍⚧
July 18, 2025 at 4:24 PM
Í dag, 14. júlí, er árlegur alþjóðlegur dagur kynsegin fólks. Til hamingju með daginn kæru kvár! 💛🤍💜🖤
July 14, 2025 at 4:39 PM
TÍ leitar að nokkrum trans einstaklingum til að taka þátt í gerð þáttaraðar um daglegt líf trans fólks (aðeins 18 ára og eldri).

Tökur eru áætlaðar 26.–28. júlí 2025 og umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2025. Umsóknir berist í tölvupósti á stjorn@transisland.is ásamt smá texta um umsækjanda. 🏳️‍⚧️
June 22, 2025 at 9:15 PM
Ætlar þú að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár? Trans Ísland er eitt þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að styrkja. Allri okkar starfsemi er haldið út með styrkjum og renna áheit því beint í félagsstarf og réttindabaráttu trans fólks. Opið er fyrir skráningar á hlaupastyrkur.is! 🏳‍⚧
May 18, 2025 at 3:46 PM
Nú eru tæpar tvær vikur í Hamingjuhlaup Samtakanna '78 og Kristals, sem fer fram í Elliðaárdalnum laugardaginn 17. mars. Við hvetjum öll áhugasöm eindregið til að skrá sig og taka þátt í hýrasta hlaupi sögunnar! 🌈

www.corsa.is/is/hamingjuh...
May 5, 2025 at 9:52 PM
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Verðlaun í flokki þýðinga hlaut bókin Kynsegin eftir Maia Kobabe, í þýðingu Elíasar Rúna og Mars Proppé.

Við óskum Elíasi og Mars innilega til hamingju og mælum eindregið með bókinni fyrir fólk á öllum aldri! 🏳️‍⚧️
April 23, 2025 at 4:24 PM
Stjórn Trans Íslands gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Útlendingastofnunar að synja bandarískri trans konu og syni hennar um alþjóðlega vernd og vísa þeim aftur til Bandaríkjanna. Yfirlýsingu stjórnar má lesa á vef félagsins:

transisland.is/yfirlysing-v...
April 14, 2025 at 12:26 PM
Trans Ísland leitar að áhugasömu fólki í gleðigöngunefnd! Nánari upplýsingar má finna í umsóknarformi hér að neðan:

Trans Iceland is looking for people interested in joining its Pride committee! More information can be found in the application form:

forms.gle/xfFwiwi1SW4D...

🏳️‍⚧️🏳️‍⚧️🏳️‍⚧️
April 7, 2025 at 12:50 PM
Trans Ísland leitar að áhugasömu fólki í viðburðanefnd! Nánari upplýsingar má finna í umsóknarformi hér að neðan:

Trans Iceland is looking for people interested in joining its event committee! More information can be found in the application form below:

forms.gle/xAhe8px2w12S...
April 7, 2025 at 12:30 PM
Gleðilegan alþjóðlegan sýnileikadag trans fólks! Á þessum degi fögnum við trans fólki, jafnt því sem hefur rutt brautina með því að segja sögu sína opinberlega, og því sem er enn í skápnum. Trans fólk á allan rétt á að fá að vera nákvæmlega eins og það er og taka það pláss sem það á skilið.

🩵🩷🤍🩷🩵
March 31, 2025 at 2:55 PM
Aðalfundur Trans Íslands 2025 var haldinn síðasta þriðjudag, 4. mars.

Forseti starfsárið 2025–2026 er Reyn Alpha Magnúsdóttir og í stjórn sitja Ari Logn, Aró Berg Jónasar, Jóhann Kristian Jóhannsson og Kolbrá Ethel.

Við þökkum Alex Diljari kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til nýs starfsárs! 🏳‍⚧
March 6, 2025 at 5:15 PM
Takið daginn frá! Aðalfundur Trans Íslands verður haldinn þriðjudaginn 4. mars næstkomandi kl. 17:30 í húsnæði Samtakanna '78 við Suðurgötu 3. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði fundarins:

www.facebook.com/events/62589...
February 6, 2025 at 3:08 PM
Við fengum @andresingi.bsky.social í heimsókn í dag og afhentum honum blómvönd í þakklætisskyni fyrir gott samstarf og ötult starf í þágu réttindabaráttu trans fólks síðustu árin. Andrés hefur verið trans samfélaginu ómetanlegur bandamaður og framlagi hans verður seint gleymt. 🩵🩷🤍🩷🩵
December 21, 2024 at 9:28 PM
Trans Ísland stendur fyrir sýningu á sjálfstætt framleiddu stuttmyndinni All the Words But the One ásamt Q&A með klippara og aðalframleiðanda myndarinnar, Sowj Kudva, í Bíó Paradís þann 28. desember kl. 19. 🩵🩷🤍🩷🩵

Nánari upplýsingar á Facebook-síðu TÍ:
www.facebook.com/events/44800...
December 18, 2024 at 3:51 PM