Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
Allt um 18. öldina.
Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki.
Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Pinned
Margir hafa komið að máli við mig og spurt hvernig Yfirrétturinn líti út. (Þeas vinkona mín spurði mig í sundi í fyrradag.)

Ritstjórnarregla 1, 2 og 3 er að svona bók getur mest verið sirka 680 blaðsíður og við troðum eins mörgum árum og hægt er í hvert bindi.
Fór niður í geymslu í fyrradag. Ég verð bara andaktug þegar ég hugsa um það magn 18. aldar slúðurs, að ekki sé minnst á ólýsanlegan harm og hörmungar, sem leynast í einni svona hillu.
November 13, 2025 at 10:33 AM
1/
Saga, tímarit Sögufélags, er ekki bara vettvangur harðúðugra ritdóma og hjaðningavíga heldur einnig brautryðjandi rannsókna. Forsíðumyndargreinin að þessu sinni fjallar um endurupptötvun þessara geggjuðu 18. aldar búningamynda.
November 12, 2025 at 11:21 AM
Og hann segir mér fleira um fár og hungur
og frostin hörðu þegar hann var ungur

#MagnúsGíslasonamtmaður
November 12, 2025 at 9:37 AM
Undarlegt í öskju, vol. 207:

Blautfisksseðlafölsunarmálið í Dýrafirði 1757.

Ég er að reyna að vinna hérna. Ég hef ekki tíma til að kynna mér hvað blautfisksseðill sé, hvernig maður falsi slíkt eða af hverju maður myndi taka upp á því.

En mig langar vandræðalega mikið til þess.
November 11, 2025 at 1:46 PM
Þegar þú þjáist af hugarvíli og einfeldni og skráir þig í lífvörð konungs.
November 11, 2025 at 9:23 AM
Magnús Gíslason til stiftamtmanns 20. september 1753:
„Jeg fornemmer daglig at indbyggerne som er langt fra ovrigheden er hoyst magtpaaliggende at forsiunes med retsindige sysselmand, thi hvor besværligt er det icke for dennem at söge til amtmanden over 80 til 100 mil.“
November 10, 2025 at 2:39 PM
MIKLUM vonbrigðum.

Sem mikill aðdáandi Sveins og opinber fjandmaður Pingels langar mig mjög mikið að lesa þetta. En hér segi ég hingað og ekki lengra Ragnhildur, nú þarf að vinna að yfirréttinum en ekki slúðurblaði 18. aldar.
November 10, 2025 at 2:16 PM
Eitt af því skemmtilega við að skima öskjur eru orðin sem hoppa framan í mann upp úr kraðakinu á síðunni.

kvæget bortdödt
continuerlige strænge og haarde vejrlig
ingen fisk i söen

Árið 1755 í Ísafjarðarsýslu hefur virkilega átjándualdað yfir sig.

#ErlendurÓlafsson
November 6, 2025 at 12:09 PM
Skjalið með mögulegu aukaefni fyrir útgáfuna um embættismissi Erlends Ólafssonar stendur í 5736 orðum. Á eftir að líta á 2-3 öskjur í viðbót.

Líklega hef ég farið aðeins fram úr mér.
November 6, 2025 at 11:48 AM
Monsjör Snæbjörn Pálsson strikes again og hefur greinilega engu gleymt.
November 6, 2025 at 10:47 AM
Þar kom að því að starf mitt við 18. öldina kæmi mér í æsifrétt á DV (að vísu sem aukapersónu, gvuðisélof)
Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk - DV
Athygli vekur að í nýjasta hefti tímaritsins Sögu sem kom út á dögunum skrifar Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands mjög þunga ádrepu á kollega sinn í Háskólanum Steinunn...
www.dv.is
November 5, 2025 at 2:48 PM
Ég tíni úr handraðanum til að drýgja bloggið. Hér hugleiði ég versta texta 18. aldarinnar og endalok Nikulásar Magnússonar, sýslumanns í Rangárvallasýslu
Getur illa skrifaður texti kostað mannslíf?
Ekkert lag, því þetta er auka
open.substack.com
November 5, 2025 at 2:39 PM
Haldiði ekki að Erlendur hafi toppað smjaðurslega bréfið sitt sem ég birti að hluta í gær með kveðjurorðunum:

„Herra amtmannsins auðmjúkur elskandi og skyldugur þénari“

Elskandi og skyldugur þénari! Ég hef nú séð ýmislegt í smjaðursdeildinni í gegnum tíðina en þetta toppar allt.
November 5, 2025 at 10:45 AM
1/2
Veleðla og velbyrðigi herra amtmann!

Nærst öllum þeim blessunaróskum er ég kann að hugsa og útbiðja af þeim stóra góða Guði yfir hans velbyrðigheitum og veledle familie,
November 4, 2025 at 3:12 PM
Hér erum við að horfa á alls konar hluti🧵

1) Rithönd forföður míns í 7. lið, Þorláks prestlausa Guðmundssonar
2) hvernig tregða hans til vinnu varðveitti heimildir um 3 klögumál í Ísafj.sýslu 1750
3) sið Magnúsar Gíslasonar amtmanns að krota uppköst að svari á bréf, svo við vitum hvað honum fannst
October 22, 2025 at 2:15 PM
1/🧵

Fyrirlesturinn minn var í gær og hér koma helstu punktar í þræði sem verður nokkuð langur.

Lesturinn gæti valdið erfiðleikum vegna lýsinga á ofbeldi.
October 22, 2025 at 10:52 AM
En þar sem ég er nú einu sinni obsessívur útgefandi Yfirréttarins gat ég ekki annað en staldrað við þessar tvær konur sem bjuggu eða fæddust á bæjum sem komið hafa við sögu Yfirréttarins, Saurhóli í Dalasýslu og Sneis í Húnvatnssýslu.

Skýrt merki um að ég hef lesið yfir mig.
October 20, 2025 at 9:30 AM
Á föstudaginn fór ég á sýningaropnun Kvennasögusafns í Þjóbó. Þar vann ég í hálft ár sem var einstakur tími og varð því einkar glöð að sjá þar Elínu Briem, mitt stærsta afrek á sviði skjalavörslu og lesa má um hér:

timarit.is/page/7591623...
October 20, 2025 at 9:19 AM
Þetta er í þriðja sinn sem ég sé random manneskju birtast í aðskildum Yfirréttarmálum.

Þessi Filippus, meintur barnsfaðir þessarar alvarlega veiku konu, varð 20 árum síðar fórnarlamb hrikalegrar líkamsárásar í gróðaskyni í Vestmannaeyjum.

Alltaf jafn undarlegt.
October 17, 2025 at 1:32 PM
Var að reyna að búa til smá yfirlit um mál Yfirréttarins og rakst á þetta.

Þessi kona vildi beinlínis áfrýja til yfirréttar í von um að verða líflátin frekar en fara í ævilanga þrælkun í fangelsi.
October 15, 2025 at 3:23 PM
1/2
Þetta vælubréf til kóngsins byrjaði eitthvað svo spennandi í gær en eftir að hafa lesið það allt er ég eiginlega bara með óbragð í munni. Erlendur að réttlæta harkalega meðferð sína á heimilisfólkinu á Stakkanesu eftir á með öllum ráðum.
Erlendur Ólafsson sýslumaður kvartar undan því að Ísafjarðarsýsla, með öllum sínum eyðiplássum, sé sá staður sem umhlaupandi prakkarar, dæmdir þjófar og morðingjar (!) leiti skjóls þegar þeir hafi ekki í önnur skjól að venda. 19. júlí 1754.

Meira á morgun.
October 15, 2025 at 11:44 AM
Eða kannski kemur ekki svo mikið frá mér á morgun, ég þarf víst, snökt, að fara að skrifa þennan frekar óhugnalega fyrirlestur.
October 14, 2025 at 3:42 PM
Erlendur Ólafsson sýslumaður kvartar undan því að Ísafjarðarsýsla, með öllum sínum eyðiplássum, sé sá staður sem umhlaupandi prakkarar, dæmdir þjófar og morðingjar (!) leiti skjóls þegar þeir hafi ekki í önnur skjól að venda. 19. júlí 1754.

Meira á morgun.
October 14, 2025 at 3:38 PM
... hverju án efa mest ollar Ólafur Jónsson ...

Ég er að fíla allar þessar renegade málfræðinotkun í Ísafjarðarsýslu 1750 í ræmur.
October 13, 2025 at 2:48 PM
Rambaði á þetta gamla skjáskot frá því einhvern tíma að google hafði mikla trú á siðgæði mínu.

(Ég var að reyna að stytta mér leið að pistli sem ég skrifaði fyrir vefsíðu Þjóðskjalasafns. Og já, í dag er ég hætt að nota google leitarvélina.)
October 13, 2025 at 11:05 AM