Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
banner
rakeldur.bsky.social
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
@rakeldur.bsky.social
Allt um 18. öldina.
Brúnar myndir af brúnu hrafnasparki.
Ég vinn hjá Þjóðskjalasafni Íslands að útgáfu Yfirrréttarins á Íslandi, tíu binda ritröð sem spannar öll dómsmál Yfirréttarins frá 1690-1800.
Fann til dæmis danska þýðingu á annars glötuðum þjófnaðardómi Guðmundar Bjarnasonar frá 1722, sem var 30 árum síðar notuð til að réttlæta það að hægt væri að beita hann réttarneitun og svipta hann aleigunni, kaghýða og brennimerkja.
November 13, 2025 at 10:35 AM
Fór niður í geymslu í fyrradag. Ég verð bara andaktug þegar ég hugsa um það magn 18. aldar slúðurs, að ekki sé minnst á ólýsanlegan harm og hörmungar, sem leynast í einni svona hillu.
November 13, 2025 at 10:33 AM
5/
Höfundar greinarinnar hafa þá kenningu að Jón yngri sé höfundur myndanna og sá hluti þar sem ævi hans sem listamanns er rakin er virkilega skemmtileg og veitir mér aðra sýn á 18. öldina (en eilífa glæpi og rifrildi).
November 12, 2025 at 11:31 AM
4/
Ein af hinum flóknu umfjöllunarefnum greinarinnar er 18. aldar textíll. Ég veit ekkert um föt eða saum eða nokkurs konar hanverk yfirhöfuð. En allt þetta tal um rautt blomert damask með baldíringu úr silki og silfurvír kveikir í einhverjum leyndum textílperra í mér.
November 12, 2025 at 11:27 AM
3/
Eitt af því sérstaka við þær er hvað þær eru stórar (40-50 cm á hæð) og hvað það eru biiiiiiluð smáatriði í þeim. Þær hafa verið tímasettar árið 1760 því á einu allra þessara ótal nista er pínkuponsumynd af Jesú á krossinum og ártalið 1760.
November 12, 2025 at 11:25 AM
1/
Saga, tímarit Sögufélags, er ekki bara vettvangur harðúðugra ritdóma og hjaðningavíga heldur einnig brautryðjandi rannsókna. Forsíðumyndargreinin að þessu sinni fjallar um endurupptötvun þessara geggjuðu 18. aldar búningamynda.
November 12, 2025 at 11:21 AM
og holtin og ásarnir allt hafði þá tungu
og álfur í sérhverjum hóli

#MagnúsGíslasonamtmaður
November 12, 2025 at 9:38 AM
Og hann segir mér fleira um fár og hungur
og frostin hörðu þegar hann var ungur

#MagnúsGíslasonamtmaður
November 12, 2025 at 9:37 AM
Undarlegt í öskju, vol. 207:

Blautfisksseðlafölsunarmálið í Dýrafirði 1757.

Ég er að reyna að vinna hérna. Ég hef ekki tíma til að kynna mér hvað blautfisksseðill sé, hvernig maður falsi slíkt eða af hverju maður myndi taka upp á því.

En mig langar vandræðalega mikið til þess.
November 11, 2025 at 1:46 PM
Bjarni var um 25 ára gamall, sýslumannssonur, og átti sér ævintýralega fortíð sem aðstoðarprestur á Álftamýri. „Þókti mjög gjálífur“ (ÍÆ) og deyr skömmu eftir þetta. Fékk mikið lof fyrir gáfur í Skálholtsskóla.

Hugarvíl og einfeldni = þegar djammið stendur sem hæst (eða kannski lægst?)
November 11, 2025 at 9:37 AM
Þegar þú þjáist af hugarvíli og einfeldni og skráir þig í lífvörð konungs.
November 11, 2025 at 9:23 AM
MIKLUM vonbrigðum.

Sem mikill aðdáandi Sveins og opinber fjandmaður Pingels langar mig mjög mikið að lesa þetta. En hér segi ég hingað og ekki lengra Ragnhildur, nú þarf að vinna að yfirréttinum en ekki slúðurblaði 18. aldar.
November 10, 2025 at 2:16 PM
Silly question, but, does Bluesky run ads? Because I'm seeing the website of an Icelandic energy company as part of the post.
November 6, 2025 at 2:11 PM
Eitt af því skemmtilega við að skima öskjur eru orðin sem hoppa framan í mann upp úr kraðakinu á síðunni.

kvæget bortdödt
continuerlige strænge og haarde vejrlig
ingen fisk i söen

Árið 1755 í Ísafjarðarsýslu hefur virkilega átjándualdað yfir sig.

#ErlendurÓlafsson
November 6, 2025 at 12:09 PM
Monsjör Snæbjörn Pálsson strikes again og hefur greinilega engu gleymt.
November 6, 2025 at 10:47 AM
1/2
Veleðla og velbyrðigi herra amtmann!

Nærst öllum þeim blessunaróskum er ég kann að hugsa og útbiðja af þeim stóra góða Guði yfir hans velbyrðigheitum og veledle familie,
November 4, 2025 at 3:12 PM
2/
Mér finnst alltaf smá kikk að sjá rithönd fólks sem er líffræðileg forsenda mín og það gerist svo sannarlega ekki oft. Þorlákur var vandræðagemlingur.

Hér má sjá börn hans og eiginkonur, yngsta fætt 8 mánuðum eftir dauða hans. Móðirin var vinnukona Þorláks. Hmmm.
October 22, 2025 at 2:20 PM
Hér erum við að horfa á alls konar hluti🧵

1) Rithönd forföður míns í 7. lið, Þorláks prestlausa Guðmundssonar
2) hvernig tregða hans til vinnu varðveitti heimildir um 3 klögumál í Ísafj.sýslu 1750
3) sið Magnúsar Gíslasonar amtmanns að krota uppköst að svari á bréf, svo við vitum hvað honum fannst
October 22, 2025 at 2:15 PM
3/
Útgáfa Yfirréttarins er hálfnuð með 5 bindum. Alls verða þau 10 og innihalda 12 dulsmál (um 10% allra mála).

Einnig hafa verið gefnar út frumheimildir 14 dulsmála í þessari bók frá árinu 2000. Einungis eitt mál er sameiginlegt með þessum tveimur útgáfum svo hér er víður grundvöllur rannsókna.
October 22, 2025 at 10:59 AM
1/🧵

Fyrirlesturinn minn var í gær og hér koma helstu punktar í þræði sem verður nokkuð langur.

Lesturinn gæti valdið erfiðleikum vegna lýsinga á ofbeldi.
October 22, 2025 at 10:52 AM
En þar sem ég er nú einu sinni obsessívur útgefandi Yfirréttarins gat ég ekki annað en staldrað við þessar tvær konur sem bjuggu eða fæddust á bæjum sem komið hafa við sögu Yfirréttarins, Saurhóli í Dalasýslu og Sneis í Húnvatnssýslu.

Skýrt merki um að ég hef lesið yfir mig.
October 20, 2025 at 9:30 AM
Og svo síðast en ekki síst eðaltöffarinn Rannveig Tómasdóttir, skjalasafn sem ég tók á móti en skráði ekki. (Íðilfögur myndaalbúm úr ferðum hennar til ótrúlegustu landa.)
October 20, 2025 at 9:27 AM
Einnig hin frábæra Bryndís Steinþórsdóttir, skjalasafn sem ég bæði tók á móti og skráði og varð mér einhvern veginn innblástur um það með hvernig viðhorfi ætti að lifa lífinu, án þess að ég geti bent á neina sérstaka ástæðu fyrir því.
October 20, 2025 at 9:25 AM
Þar var líka þessi „vinkona“ mín, Ingibjörg H. Bjarnason, sem ég flokkaði og skráði.

(Ég get svo svarið það að á myndinni birtist speglað kort af hinni sögulegu Palestínu á baki Ingibjargar. Vonandi er þetta teikn)
October 20, 2025 at 9:23 AM
Á föstudaginn fór ég á sýningaropnun Kvennasögusafns í Þjóbó. Þar vann ég í hálft ár sem var einstakur tími og varð því einkar glöð að sjá þar Elínu Briem, mitt stærsta afrek á sviði skjalavörslu og lesa má um hér:

timarit.is/page/7591623...
October 20, 2025 at 9:19 AM