Heimildin
heimildin.bsky.social
Heimildin
@heimildin.bsky.social
Heimildin er óháður fjölmiðill sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Hún varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar í janúar 2023.
Forsetaframbjóðandi sem hefur lýst stuðningi við alræmda einræðisstjórn Pinochets, stefnir í að vinna forsetakosningarnar í Chile í dag.
heimildin.is/grein/25817/...
December 14, 2025 at 10:27 PM
Í ljós er komið að maðurinn sem stöðvaði hryðjuverkamann í miðri skotárás á Gyðinga við Bondi Beach í morgun er múslimi sem rekur ávaxtasölu í Sydney.
heimildin.is/grein/25816/...
December 14, 2025 at 7:41 PM
Bókin Mamma og ég eftir Kolbein Þorsteinsson er skýr, yfirveguð og skilningsrík frásögn af erfiðum æskuárum sonar skáldsins Ástu Sigurðardóttur, segir bókagagnrýnandi Heimildarinnar.
heimildin.is/grein/25656/...
December 14, 2025 at 3:05 PM
Hverfa þarf frá óraunsæjum kröfum ríkisstjórnarinnar um óendanlegan hagvöxt, að mati greinarhöfundar, og hætta áherslu á að „fóðra og viðhalda núverandi hagkerfi sem byggir á ofneyslu, arðráni náttúrunnar og fólks.“
heimildin.is/grein/25815/...
December 14, 2025 at 2:25 PM
Hann verður kyn­þroska um 156 ára ald­ur og get­ur orð­ið 400 ára gamall. Hákarlinn sem við þekkjum er ráðgáta vísindamanna.
heimildin.is/grein/25751/...
December 14, 2025 at 12:00 PM
Myndband sýnir almennan borgara ráðast á skotmann á Bondi Beach, þar sem hryðjuverkaárás átti sér stað.
heimildin.is/grein/25814/...
December 14, 2025 at 11:59 AM
Gauti Páll Jónsson er með hugsýnastol og getur því ekki séð hluti myndrænt fyrir sér. Sálfræðingur telur að margir viti ekki að þeir séu með hugsýnastol.
heimildin.is/grein/25507/...
December 14, 2025 at 10:25 AM
Reiði og vonbrigði hafa brotist út meðal fótboltaáhugafólks víða um heim eftir að í ljós kom að miðaverð á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó hefur verið fimmfaldað fyrir tryggustu áhangendur.
heimildin.is/grein/25813/...
December 13, 2025 at 10:28 PM
Stjórn Pírata í Reykjavík hefur ákveðið að vilja fara í viðræður við aðra flokka um sameiginlegt framboð fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

heimildin.is/grein/25812/...
December 13, 2025 at 5:34 PM
Lagt var hart að bisk­up að taka kúlu­lán og selja eignir í fasteignafélög. Bisk­up segir eig­in fá­visku hafa bjarg­að kirkj­unni frá þeim ör­lög­um.
heimildin.is/grein/25752/...
December 13, 2025 at 11:05 AM
Á sinni ævi hef­ur Lína Birgitta Sigurðardóttir þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu, áður en hún reis upp.
heimildin.is/grein/24893/...
December 13, 2025 at 7:30 AM
Hakkarar komust yfir heilsufarsupplýsingar hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og aðstandendur eru beðnir um að hafa augun opin fyrir misnotkun viðkvæmra upplýsinga.
heimildin.is/grein/25811/...
December 12, 2025 at 8:13 PM
Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökutilskipun á hendur Vladimir Pútín. Dómstóll í Moskvu dæmdi dómarana í fangelsi.
heimildin.is/grein/25810/...
December 12, 2025 at 8:10 PM
Ný sería á Net­flix bein­ir at­hygl­inni að lítt þekkt­um Banda­ríkja­for­seta. Og hann á kannski skil­ið meiri at­hygli.
heimildin.is/grein/25522/...
December 12, 2025 at 7:35 PM
Svandís Svavarsdóttir mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna.

heimildin.is/grein/25809/...
December 12, 2025 at 5:26 PM
Vel plott­uð og áhuga­verð frum­raun, seg­ir gagn­rýnandi Heim­ild­ar­inn­ar um Aftengingu Árna Helgasonar.
heimildin.is/grein/25659/...
December 12, 2025 at 5:05 PM
Í dag eru tíu ár frá því að sam­komu­lag um Par­ís­ar­samn­ing­inn náð­ist og aðgerðir í loftslagsmálum öðluðust meiri trúverðugleika og varanleika.
heimildin.is/grein/25805/...
December 12, 2025 at 4:00 PM
Sá borgarfulltrúi sem almenningi þykir standa sig best hefur boðað nýtt framboð fyrir borgarstjórnarkosningar.
heimildin.is/grein/25803/...
December 12, 2025 at 1:33 PM
Þrátt fyrir batnandi gengi í könnunum rís nú möguleikinn á að Hildur Björnsdóttir fái áskoranda fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í formi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
heimildin.is/grein/25797/...
December 12, 2025 at 12:10 PM
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, fagnar því að Snorri Másson hafi opinberað afstöðu sína til EES-samstarfsins.
heimildin.is/grein/25799/...
December 12, 2025 at 11:49 AM
Áhugi vísindamanna á Akureyrarveikinni, síþreytufaraldri sem geisaði á miðri síðustu öld, hefur verið töluverður eftir Covid-faraldurinn. Þagað var um veikina í Reykjavík til að forðast að ótti gripi um sig.
heimildin.is/grein/25336/...
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
„Þegar hann sá passann hennar hrópaði hann upp yfir sig: Iceland, Icelandic disease! og hún sagði honum að hún hefði sjálf veikst af sjúkdómnum,“ segir Óskar Þór Halldórsson, sem skrifaði bók um Akureyrarveikina þar sem ljósi er varpað á alvarleg eftirköst veirusýkinga. Áhugi vísindamanna á Akureyrarveikinni sem geisaði á miðri síðustu öld hefur verið töluverður eftir Covid-faraldurinn.
heimildin.is
December 12, 2025 at 7:40 AM
Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins.
heimildin.is/grein/25333/...
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
Þó svo að ME-sjúkdómurinn hafi sennilega verið til í aldir hefur hann lengi farið hljótt og verið lítt viðurkenndur. Ástæða þess er væntanlega sú að þar til nú hefur verið erfitt að skilja meingerð sjúkdómsins. Þrátt fyrir að mjög skert lífsgæði og að byrði sjúkdómsins sé meiri en hjá sjúklingum með aðra alvarlega sjúkdóma er þjónusta við þá mun minni en aðra sjúklingahópa.
heimildin.is
December 12, 2025 at 6:50 AM
Ótrúlegur árangur? Trump segist hafa stöðvað átta stríð. En hver er staðan raunverulega?
Staðreyndatékk.
heimildin.is/grein/25796/...
Stríðin sem Trump stoppaði
Bandaríkjaforseti segist hafa bundið enda á átta stríð. Staðan er ekki svo einföld.
heimildin.is
December 11, 2025 at 8:30 PM
Staðfest er að Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, birti falsfréttaefni um að múslimar gangi á „rétt okkar til þess að halda jólin hátíðleg“.
heimildin.is/grein/25794/...
Stefán Einar birtir falsfrétt um múslima
Stefán Einar Stefánsson, stjórnandi Spursmála, segir ranglega að myndbönd af hópum múslima sýni þá reyna að trufla jólamarkaði, „sýna vald sitt“ og „sýna hinum kristna meirihluta hverjir það eru sem ráða“. Staðreyndavakt erlendra fjölmiðla staðfestir að þetta sé rangt og myndböndin tekin úr samhengi.
heimildin.is
December 11, 2025 at 4:27 PM