Stálið
banner
ekkertmal.bsky.social
Stálið
@ekkertmal.bsky.social
Hún/hán/hið
Búin að brenna mig á FB og Twitter og jafnvel Zoom.
Sjáum hversu lengi ég endist hér áður en ég þróa kvíðaröskun yfir þessu og/eða lendi aftur í svo harkalegum einhverfum misskilningi að ég festist í áratuga gömlum eineltistilfinningum.
Ég hef verið að hugsa mikið um nostalgíu, enda millennial.

Ég held að það sé ekki t.d. Super Mario á CRT sjónvarpi sem man saknar.

Það er fólkið ég spilaði hann með, og fólkið sem var í næsta herbergi, sem ég sakna.

Ýmist af því að fólkið er breytt, farið, eða upptekið við nýjar skyldur.
November 25, 2025 at 1:21 PM
Einn kostur við að hafa farið í gegn um fáránlega vond vinaslit fyrir þrítugt er greinilega að man verður talsvert snyrtilegra með þau með reynslunni 😅

Mig langaði að reyna að bjarga vináttunni þangað til að hún hraunaði yfir kærustuna mína.
November 25, 2025 at 1:16 PM
Reposted by Stálið
Eina skiptið sem mig hefur langað í eintak af Mogganum
when the local right-wing rag runs out of stupid shit to say, says ‘fuck it’ and hits print anyway
November 14, 2025 at 1:27 PM
Reposted by Stálið
Ég var að fá birta grein um sjálfbærnivinnu foreldra og hvernig hún er kynjuð.
Mömmurnar eru að leiða vinnuna og þurfa að passa sig að verða ekki tuðandi leiðindapésar í augum barna og pabba. 1/2
“I Don’t Feel Like It’s Extra Work”: Gender, Parenting and Everyday Sustainability Labour
In this article we enlist the feminist lens of the everyday to theorise the way parenting and environmental sustainability intersect in the lives of parents committed to combating climate change. B...
www.tandfonline.com
October 30, 2025 at 8:31 AM
Ég er skotin í Verkfæralagernum.

Heftibyssa, hefti, límbyssa, límstautar, lítil fata og 2 málningarlímbönd undir 7000kr samtals.

Ætla að fara þangað oftar og kaupa gjafir handa fólki 🥰

Málningartape helmingi ódýrara en í byggingavöruverslununum. 🤩
June 13, 2025 at 5:24 PM
Ég að gera mitt besta til að hugsa hvorki um nasista né þriðju heimstyrjöld þar til mér gengur pinku betur að sinna daglegum nauðsynjum, en ég ætla að mæta á mótmótmælin ef að heilsa leyfir.

Mér finnst að ég ætti að taka þetta fram áður en ég skít einhverju indælu og lúðalegu um hversdaginn.
June 13, 2025 at 5:11 PM
Fann albínóalauf í kerflinum!!!
Kommi er búinn að blessa það.
May 29, 2025 at 1:51 PM
Reposted by Stálið
Hver vill ekki eiga barn, sambandið gengur ekki upp, þú missir starfsgetuna og endar svo í skuldafangelsi sem er það eina sem þú getur erft barnið að. Skuldafangelsi sem getur bara orðið dýpra.
Veit ekki með ykkur, en mér finnst það alltaf virkilega spennandi tilhugsun að fá meðgöngueitrun og grindargliðnun til hagsbóta fyrir þjóðarbúið.
May 28, 2025 at 12:03 PM
Ég fékk formlega greiningu á vefjagigt! Í svona miðlungs til verri kantinum.
Byrja endurhæfingu í sumar!

Í öðrum fregnum, þá kann ég ekki mannfólk eða samskipti þessa dagana.

En ég er komin djúpt í fimo leir fíkn:
February 13, 2025 at 9:29 PM
Reposted by Stálið
Looks like it's an art piece from @cannapothecary.bsky.social
bsky.app/profile/cann...
December 22, 2024 at 12:04 PM
Reposted by Stálið
Seinasta opnunn fyrir jól ❄️
Keramík er tilvalið í handgerða gjafir ✨
Við Kleina tökum vel á móti ykkur frá 14 til 18 í dag, smákökur og heitir drykkir í boði 🫖
December 22, 2024 at 10:21 AM
Reposted by Stálið
Thinking this morning about confidence.

People who are confident in their own knowledge can seem trustworthy when they don't deserve it. It's important to watch how they react when their knowledge is proven wrong.

Confidence in when and how to *obtain* knowledge is a more important trait.
November 26, 2023 at 3:05 PM
Ef að rúðupissið býr til sápukenndar frostrósir, þá er það kannski ekki rúðupiss.
December 9, 2024 at 3:24 PM
Fatlaðrastæðið hjá Valhöll sjálfstæðismanna er bara fyrir fólk á fullfærum bílum. (Sjá kantinn)

Asnalegt sjónarhorn af því að ég vildi ekki leggja í einelti aðilann sem dólaði sér í bíl þarna lengur en ég var hjá tannlækninum.

#aðgengi
December 4, 2024 at 10:51 AM
Reposted by Stálið
Það er svo notalegt að minnast Bjöllu fyrstu mínúturnar. Hef verið að forðast það mikið, því eftir þær tekur hinn óendanlegi missir við.
Án hennar þverrar allur styrkur, litur og vilji.
Óljóst hvort það sé einu sinni sjálf eða form. En sálin fór allavega með henni.
December 4, 2024 at 7:47 AM
Reposted by Stálið
I understand the allure of wanting to be a "carry guns and wear leather jackets" Black Panther but there's a case to be made that the most dangerous ones were the "feed kids breakfast and teach them about settler colonialism" Black Panthers
I hope we Americans can let go of our desire to be the individual Chosen One who leads the rebellion and punches every Nazi. Organizing is hard, it takes experience and resources and time. Stop fantasizing about being a superhero. Start joining existing groups and be part of collective action.
November 9, 2024 at 12:19 PM
@saeborg.bsky.social

Hvernig endaði RÚV með þá hugmynd að fréttaflutningur snúist um að "sýna baðar hliðar" frekar en að segja frá raunveruleikanum?
Húðskammar fréttafólk RÚV: „Af hverju talið þið ekki um raunveruleikann eins og hann sýnir sig?“ -
Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður skorar á starfsmenn fréttastofu Ríkisútvarpsins til að gera betur í umfjöllun sinni um þjóðarmorðið á Gaza. „Þetta er opið ákall...
www.mannlif.is
November 10, 2024 at 10:58 AM
Reposted by Stálið
November 7, 2024 at 5:46 PM
Fann matarolíubrúsa hjá nágrannanum sem rennur ekki út fyrr en eftir 499 ár 🤡
November 7, 2024 at 9:51 PM
www.dv.is/frettir/skry...
Var að lesa mér til um þessi undarlegu rafmagnstengi sem virtust vera í öllum eldhúsum í Bökkunum.
Tók svo eftir að ljósmyndin í greininni er af frönsku símatengi ( með mynd af símtóli og allt) sem minnir aðeins á BTicino "Magic".
Skondið.
Furðuleg útbreiðsla Ticino á Íslandi - DV
Þó að flest raflagnakerfi Íslands séu sambærileg þeim sem tíðkast á meginlandi Evrópu þá má finna í mörgum húsum það sem landinn kallar „ítalska kerfið“. Kerfið, sem heitir Ticino, náði útbreiðslu hér...
www.dv.is
November 4, 2024 at 2:22 PM
Ég fæ ekki að taka þátt í rannsóknarmeðferð við þunglyndi af því að ég hef ekki verið nógu lengi þunglynd samfleytt síðasta mánuð.

Mér finnst það svolítið furðulegt. Er þunglyndið ekki lengur "yfirstandandi", ef að svo óvenjulega vill til að maður á ögn fleiri góða daga en slæma yfir fjórar vikur?
October 14, 2024 at 3:13 PM
Reposted by Stálið
Fokk stjórnin
Hún er fokking brautur Bjarni
Þú brjóst stjórnina
October 13, 2024 at 3:57 PM
Uppfinning vikunnar er heimagerður skóáburður.

Kókosfeiti, candelilla vax, sprittkerti, repjuolía og júgursmyrsl. Cosmetic grade mica fyrir gull og olíu pastel til að fríska upp á svarta leðrið.

Veit ekki hvort að leðrið sé ekta eða ekki.

Á eftir að laga nokka erfiða bletti, en elska útkomuna!
October 13, 2024 at 10:08 PM
Reposted by Stálið
Enfants Riches Déprimés eru með svo gott vibe
October 9, 2024 at 3:10 PM
Ég þekki roskið par sem er með slæma heilsu. Konan lenti nýlega á gjörgæslu með óljósar batahorfur og karlinn er heima með kettinum. Karlinn er með gloppótt minni og takmarkaðan skiling á ástandi konunnar.
Við vinir þeirra pössum upp á að hann og kisu skorti ekkert, en hvert leitar mar eftir aðstoð?
October 9, 2024 at 2:36 PM