Heiða
banner
heida.bsky.social
Heiða
@heida.bsky.social
📍🇫🇷
🏳️‍🌈🇪🇺🏴‍☠️ | hún/she | lögfræðingur | áhugakona um veröldina og mismunandi menningarheima
Það er svo lýsandi fyrir terfs að þegar ég kommenta einhvers staðar til stuðnings trans fólki fæ ég oftar en ekki til baka „þið trans fólkið” eða „ykkar hugmyndafræði”.
Þeim er bara fyrirmunað að skilja að þú getir veitt öðru fólki stuðning án þess að tilheyra sama hóp.
December 29, 2025 at 11:52 PM
Ég er alltaf með sama áramótaheitið: fara á einhvern nýjan stað. Þarf ekki að vera nýtt land, bara nýr staður, erlendis eða innanlands.

Í ár var það:
🇮🇪Galway
🇫🇷Strassborg
December 29, 2025 at 10:48 PM
Ætlum í La Grande Épicérie á morgun og kannski fáum við auka inspó þar en þetta er tillagan so far:
1. Rækjukokteill
2. Smjörlegnar kalkúnabringur með sætkartöflumús, waldorf salati og villisveppasósu (kannski trufflu?😏)
3. Saltkaramellu súkkulaðimús

Nýárs:
1. Afgangur
2. Ísl-franskur ostaplatti
Hvað verðið þið með í áramótamatinn?
December 29, 2025 at 10:26 PM
Vorum búnar að leita að mynd á öllum mögulegum streymisveitum, annaðhvort ekki til eða ekki „in your region”💀
Fundum hana svo ókeypis á freakin’ youtube
December 28, 2025 at 9:32 PM
Munið svo börnin góð:
Heilsufarslega skiptir engu máli hvað þið gerið milli jóla og nýárs, heldur á milli nýárs og jóla.😌
December 28, 2025 at 2:08 PM
Hvað verðið þið með í áramótamatinn?
December 27, 2025 at 7:44 PM
Elska Baggalút.

🎶ég var að hugs’um
að far’úr buxum🎶

Þetta lag er svo mikið við Donna, verður klárlega spilað í brúðkaupinu okkar.🥰
Baggalútur - Kósýkvöld í kvöld
YouTube video by Guðm. Kristinn Jónsson
m.youtube.com
December 25, 2025 at 11:47 PM
Ætla segja börnunum mínum að þetta sé jólaguðspjallið
sagan af jesúsi - Baggalútur
YouTube video by FalskurFaviti
www.youtube.com
December 25, 2025 at 11:13 PM
Jóladagur.
Vöknuðum upp úr hádegi, fórum á hefðbundinn alsaskan veitingastað sem hefur verið í rekstri frá 1401.
Heim á hótel í síestu.
Svo gufubað og sauna í hótelspa-inu.
Fordrykkur uppi á herbergi og svo förum við á alsaskt brasserie í kvöld.👌🏻😌
December 25, 2025 at 5:58 PM
Það er ekki hlaupið að því að vera með glútenóþol í Alsace.
Í hvert skipti sem Donna segir þjónunum frá því er brugðist við eins og hún vilji mat framreiddan úr einhyrningstárum.
December 25, 2025 at 1:47 PM
Takk kærlega fyrir mig @evasig.bsky.social jólatwin!🥰
Hitti beint í mark, og svo fallegt kort með.☺️
December 24, 2025 at 10:21 PM
Jólatréð í ár er alsösk crémant flaska.

Gleðileg jól frá Strassborg!🎅🏼🎄
December 24, 2025 at 7:14 PM
Reposted by Heiða
December 24, 2025 at 3:12 PM
Reposted by Heiða
"Þetta reddast" er aðeins of sterkt í fólki stundum...
December 24, 2025 at 12:30 AM
Ég er í tveimur Íslendingagrúppum á fb, París og e-a hluta vegna hef ég ekki sagt mig úr Helsinki grúppunni ennþá. Á báðum stöðum eru Íslendingar að spyrja hvar hamborgarhryggur fáist á hvorum stað fyrir sig.
Og auðvitað korteri fyrir jól.😅
December 23, 2025 at 9:05 PM
Er ótrúlega spennt fyrir jólunum!🤩🎅🏼
Leggjum í hann í fyrramálið til Strassborgar. Jólamarkaðir, glühwein, vínsmökkun og afslappelsi í hótelspa-inu framundan.🥰
December 22, 2025 at 10:37 PM
Reposted by Heiða
svoltið sætar saman 🥰
December 22, 2025 at 8:44 AM
Frakkland: jólasteikurnar, ostarnir, trufflusmjörið og alls konar gúmmelaði komið í búðir fyrir jólin.

Ísland:
December 21, 2025 at 2:28 PM
Þessi ostur mun ráðast á þig um leið og þú opnar boxið
sjáið hvað þetta er fáránlega myglaður ostur. Hann er svo myglaður að þú sérð ekki einu sinni ostinn fyrir myglunni
December 21, 2025 at 11:24 AM
Skar nokkrar flísar af hangiketinu meðan kartöflurnar og sósan voru að malla, vakti mjög mikla lukku meðal sambýlinganna.
Reviews:
-So smokey!
-Yum! Mmmm!
-I think I just had an orgasm
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
Íslenskur jólamatur hérna í París. Hangikjöt, uppstúfur og grænar baunir. Þökkum pabba Heiðu fyrir kjötið sem er virkilega gott beint frá bónda dæmi, Sævari Má Sveinssyni fyrir punkta um vínpörun með hangikjöti, @heida.bsky.social fyrir að gera frábæran uppstúf 🙏😋
December 20, 2025 at 8:03 PM
Sætasta mín er komin og lauksúpan er að malla á hellunni🥰
December 19, 2025 at 7:09 PM
Hverjum sem datt í hug að hjónasæng væri gott concept má frjósa í helvíti fyrir mér. Fylgdi ein svoleiðis með herberginu og það er alltaf sama djöfulsins vesenið að koma sængurverinu utan um hana.
a cartoon character is covering his eyes with his hands .
ALT: a cartoon character is covering his eyes with his hands .
media.tenor.com
December 19, 2025 at 12:55 AM
Reposted by Heiða
Er að fara að hitta þessa sætu stelpu eftir bara ekki svo langan tíma íííííí ég get ekki beðið eftir að knúsa þessa heittelskuðu ást lífs míns 🥰
December 18, 2025 at 12:09 PM
Verð að viðurkenna að ég mun sakna þess að fá ekki skötu á Þorláksmessu. Hef ekki misst af því ein einustu jól nema ‘09 þegar ég bjó í Japan (nei ekki einu sinni fyrstu jólin þegar ég var ekki orðin eins árs😂)
Kæstasta skatan sem ég hef fengið lét munnholdið flagna, ég er ekki að grínast #vestfirskt
December 18, 2025 at 10:43 PM
Það er með ólíkindum hve heiftarleg viðbrögð það vekur í hvert sinn sem borgin reynir að gera Rvk örlítið mannvænni. Eiginlega rannsóknarefni. Það hafa orðið tvö nýleg banaslys í umferðinni, auk fleiri slysa, á afar stuttum tíma. Fólk ætti að fagna öruggara umhverfi fyrir virka ferðamáta.
December 18, 2025 at 3:32 PM