Tinna Eik
banner
tinnaeik.bsky.social
Tinna Eik
@tinnaeik.bsky.social
she/her

Alt-muligt manneskja sem elskar að ferðast og hefur óendanlegan áhuga á öllu sem varðar innleiðingu á inngildingu og jafnrétti fyrir öll
Eins og sést kannski á þessum þræði þá er ég mjög mikil matar-hyperfix kona. Finn einmitt mjög oft til með því sem mamma þurfti að ganga í gegnum þegar ég var að alast upp hvað það varðar 😬

Ég enda oft með hellings birgðir af einhverju af því ég missi lystina á því alveg ófarvarindis.
November 27, 2025 at 12:24 PM
Egg, kál, silkiskorið reykt kjúklingaálegg og habanero salsa - Brunch réttur sem Erling eldar allar helgar: Hleypt egg ofan á nýbakað súrdeigsbrauð 🙏

(Á myndinni er parmaskinka í staðin fyrir kjúklingaálegg)
November 27, 2025 at 11:27 AM
Kjúklingalæri, farfalle/ravioli, sveppir, grænmetiskraftur, mjólk, Old Amsterdam, hvítlauksbrauð, kál og tómatar - Hráefni í go to pastaréttinn minn (sorry með farfalle-ið, 10. áratugur síðustu aldar eyðilagði pastapalletuna mína).
November 27, 2025 at 11:27 AM
3. Fiskisósa, sojasósa, vorlaukur, hvítlaukur, gúrka (mjög mikill gúrkufan) - Í gúrkusalat. Nota fleira í salatið en þetta eru þeir hlutir sem klárast oftast. Fæ mér mjög oft gúrkusalat on the side eða sem aðalrétt í girl-dinner.
November 27, 2025 at 11:27 AM
2. Sítrónur og sítrónusafi - Kreysti safann úr sítrónum út í klakavatn og sítrónusafinn er back-up í það sama. Drekk að jafnaði u.þ.b. 3l af þessari blöndu á dag 🫣
November 27, 2025 at 11:27 AM
Fyrir mig er það:

1. Finn Crisp, jalapeño smurostur, gúrka og egg - Morgunmaturinn minn og núverandi hyperfocus máltíð
November 27, 2025 at 11:27 AM
Alveg með þér þarna! Búin að prufa alls konar en eitt sem ég hef komist að við það að vera "góð í flestu en ekki sérfræðingur í neinu" er að það sem skiptir höfuðmáli er að vinnustaðurinn og vinnuumhverfið henti mér, hver verkefnin nákvæmlega eru virðist ekki endilega skipta mig höfuðmáli.
November 25, 2025 at 8:53 AM
Við erum víst öll alls konar 🥰

Ég finn fyrir stressi á Akureyri (heimabærinn) og finnst oft óþægilegt að vera í minni plássum af því ég þekki hvernig umtalið getur verið á þannig stöðum en ég finn fyrir kyrrð og ró á flestum stöðum í Reykjavík.
October 15, 2025 at 6:39 AM
Skiltið (skv. minni lélegu sænsku): Það snjóar ekki skíðabrautum - Styðjið okkur, eigandi og rekstraraðili vélarinnar sem gerir skíðabrautirnar er (vefslóð)
September 23, 2025 at 1:11 PM
How can he list personality as something that is out of someone's control to the same degree as height and jawline?
September 12, 2025 at 5:04 PM
Ostur er veislukostur 🧀
August 27, 2025 at 12:34 PM
Var á Tidal en færði mig svo á Apple Music sem mér finnst aðeins betri notendaupplifun en Tidal. Listafólk fær minna greitt þar en á Tidal, en samt rúmlega 100% meira en á Spotify.
July 24, 2025 at 12:21 PM