Fréttastofa RÚV
banner
ruv.is
Fréttastofa RÚV
@ruv.is
Helstu fréttir af atburðum líðandi stundar, bæði innanlands og erlendis.
Latest news from the newsroom of RÚV.
November 21, 2025 at 11:20 AM
November 21, 2025 at 11:20 AM
November 21, 2025 at 11:20 AM
November 21, 2025 at 11:20 AM
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur breytt reglum um kosningar í Eurovision-söngvakeppninni. Þannig er brugðist við áhyggjum nokkurra þjóða af framgöngu Ísraela í atkvæðagreiðslunni í ár.
November 21, 2025 at 11:20 AM
Miðflokkurinn er næst stærsti flokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
November 20, 2025 at 8:11 PM
Bilun hjá netfyrirtækinu Cloudflare, sem þjónustar u.þ.b. fimmtung allra vefsíðna á netinu, veldur vandræðum á vefsíðum RÚV, Alþingis og X.
Þangað til bilunin er yfirstaðin er hægt að nota nyr.ruv.is til að skoða fréttir.
November 18, 2025 at 1:11 PM
Fleiri hafa sent inn lög til þátttöku í Söngvakeppninni 2026 en í ár, þrátt fyrir að endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision liggi ekki fyrir.
November 14, 2025 at 7:03 PM
Frumvarp Ingu Sæland um gæludýr í fjöleignarhúsum samþykkt:
Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum með þessum orðum: „Ég segi mjá“ 🐱
November 12, 2025 at 4:50 PM
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur látið af embætti. Hún verður sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Hart var deilt á hana eftir að í ljós kom að embættið greiddi ráðgjafarfyrirtæki háar fjárhæðir á fimm ára tímabili.
November 10, 2025 at 12:41 PM
Í færslu á samfélagsmiðlum lýsir Ingvar Jónsson, faðir nítján ára björgunarsveitarkonu, því hvernig hún kom niðurbrotin heim eftir að hafa varið deginum við fjáröflun. Hún hafi ítrekað þurft að hlusta á niðrandi athugasemdir frá fullorðnu fólki um húðlit neyðarkallsins.
November 7, 2025 at 3:32 PM
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður, til minningar um björgunarsveitarmann sem lést við æfingar í fyrra. Hann var ættleiddur frá Indlandi.
November 7, 2025 at 3:32 PM
Ríkisstjórnin kynnti í gær fyrsta aðgerðapakka sinn sem ætlað er að mynda jafnvægi á húsnæðismarkaði.
Aðgerðapakkanum er meðal annars ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar gegn Íslandsbanka í vaxtamálinu.
October 30, 2025 at 6:01 PM
Fimm til viðbótar hafa verið handteknir vegna bíræfins þjófnaðar á skartgripum úr Louvre-safninu í París, höfuðborg Frakklands.

Einn þeirra er meintur höfuðpaur. Ekki hefur tekist að endurheimta neina muni sem var stolið.

Tveir voru handteknir um helgina, annar á leið upp í flugvél til útlanda.
October 30, 2025 at 1:47 PM
Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær að kjarnorkuvopnatilraunir hefjist „umsvifalaust“ án þess að tíunda það frekar. Hann sagði þó að ekki yrði tvínónað við að hefja undirbúning tilraunanna. Bandaríkin hafa ekki gert tilraunir með kjarnavopn síðan 1992.
October 30, 2025 at 11:12 AM
Frá Veðurstofu Íslands: Í dag kl. 16:46 varð skjálfti í Bárðarbungu og er fyrsta stærðarmat um M5,3 og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt en engin tilkynning hefur borist enn um að hann hafi fundist í byggð. Náttúruvársérfræðingur er að yfirfara skjálftann.
October 29, 2025 at 5:41 PM
⚠️ Ný frétt ⚠️
Engin appelsínugul viðvörun lengur á landinu.
Gul viðvörun áfram:
www.ruv.is/frettir/innl...
October 28, 2025 at 5:09 PM
Við fengum þetta fréttaskot frá Snorrabraut frá ungri og upprennandi fréttakonu. „Það er allt í klessu“.
Eruð þið með fréttaskot sem þið viljið senda okkur?
👉 Sendið á frettir@ruv.is
October 28, 2025 at 4:05 PM
Í eldgosum og kvikugosi fram að þessu hafa um 12 til 31 milljón rúmmetrar farið úr Svartsengi.
October 28, 2025 at 3:02 PM
•Lögreglan ítrekar að fólk eigi ekki að aka bílum á sumardekkjum í vetrarfærðinni. Vanbúin ökutæki valdi mestri hættu og töfum.
•Miklar umferðartafir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Umferð gengur hægt.
•Tafir hafa verið á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll og ferðir felldar niður.
October 28, 2025 at 1:29 PM
•Snjónum kyngir niður suðvestantil á landinu. Færð hefur versnað og nokkuð er um að fólk hafi fest bíla sína eða lent í umferðaróhöppum.
•Aldrei hefur mælst eins mikil snjókoma í Reykjavík í októbermánuði.
October 28, 2025 at 1:29 PM
🚨ATHUGIÐ🚨
•Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings taka gildi á suðvesturhorninu síðdegis.
•Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk sem það getur að koma sér heim fyrir klukkan þrjú þegar veður versnar mjög.
October 28, 2025 at 1:29 PM
Þrjár moskítóflugur fundust í Kjós á dögunum. Þetta staðfestir Náttúrufræðistofnun Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem flugurnar finnast á íslenskri grundu.
October 20, 2025 at 12:39 PM
Þegar einmanaleikinn sækir að er gott að finna rauðan bekk og spjalla við fólk.
October 7, 2025 at 7:58 PM
Íbúar í hverju sveitarfélagi verða ekki færri en 250 verði nýtt frumvarp innviðaráðherra að lögum.
Sjö sveitarfélög hafa færri en 250 íbúa:
October 7, 2025 at 5:58 PM