Fréttastofa RÚV
banner
ruv.is
Fréttastofa RÚV
@ruv.is
Helstu fréttir af atburðum líðandi stundar, bæði innanlands og erlendis.
Latest news from the newsroom of RÚV.
Ráðuneytið segist hafa upplýsingar undir höndum sem tengi erlendan eiganda Vélfags við rússensku öryggisþjónustuna FSB í gegnum fyrirtæki sem heiti BiZone Cyber Innovations.
Ráðuneytið tengdi Kaufman við rússnesku öryggisþjónustuna - RÚV.is
Utanríkisráðuneytið hefur undir höndum upplýsingar sem tengja Ivan Kaufman við rússnesku öryggisþjónustuna FSB. Kaufman hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að hann fái að setjast í stjórn Vél...
www.ruv.is
November 21, 2025 at 6:49 PM
Kötturinn Ólafur er nágranni Ríkisútvarpsins. Hann kíkir hingað reglulega og sama hversu oft við vísum honum á dyr þá finnur hann alltaf leið til að koma aftur.
Kötturinn Ólafur heimsækir Ríkisútvarpið - RÚV.is
Kötturinn Ólafur er nágranni Ríkisútvarpsins. Hann kíkir hingað reglulega og sama hversu oft við vísum honum á dyr þá finnur hann alltaf leið til að koma aftur.
www.ruv.is
November 21, 2025 at 3:17 PM
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur breytt reglum um kosningar í Eurovision-söngvakeppninni. Þannig er brugðist við áhyggjum nokkurra þjóða af framgöngu Ísraela í atkvæðagreiðslunni í ár.
November 21, 2025 at 11:20 AM
Miðflokkurinn er næst stærsti flokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
November 20, 2025 at 8:11 PM
Nafnið „Sólheimajökulsmálið“ er til komið vegna hópspjalls með nafni jökulsins sem sakborningar notuðu til að eiga samskipti sín á milli á samskiptaforritinu Signal.
Sex ára dómur höfuðpaurs í Sólheimajökulsmáli staðfestur - RÚV.is
Sex ára dómur höfuðpaurs í Sólheimajökulsmáli var staðfestur í Landsrétti rétt í þessu. Dómar yfir öðrum sem hlutu þunga dóma í héraði voru mildaðir.
www.ruv.is
November 20, 2025 at 3:41 PM
Sérfræðingar svara spurningum um moskító á Íslandi:
Moskítóflugur eru komnar til Íslands
YouTube video by RÚV fréttir
www.youtube.com
November 20, 2025 at 2:35 PM
Bilun hjá netfyrirtækinu Cloudflare, sem þjónustar u.þ.b. fimmtung allra vefsíðna á netinu, veldur vandræðum á vefsíðum RÚV, Alþingis og X.
Þangað til bilunin er yfirstaðin er hægt að nota nyr.ruv.is til að skoða fréttir.
November 18, 2025 at 1:11 PM
Voruð þið búin að sjá pínupælingar dagsins? 🎤
Fréttastofa fór að þessu sinni með pínulítinn hljóðnema í Smáralind til að heyra beint frá fólkinu þar hvað brennur á því.
Kynþáttafordómar í garð neyðarkalls, nýmjólk betri en léttmjólk og lífeyrir eign - RÚV.is
Hvað brennur á þjóðinni? Fólkið sem fréttastofa hitti í Smáralind hafði skoðanir á mjólk, lífeyrismálum, veðrinu og kynþáttafordómum í garð neyðarkalls björgunarsveitanna.
www.ruv.is
November 14, 2025 at 7:12 PM
Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, og Nadine Guðrún Yaghi eiginkona hans gagnrýna sinn fyrrverandi vinnustað, Vísi, vegna birtingar á mynd af Snorra og tveggja ára syni þeirra á landsþingi Miðflokksins.
Vísir skiptir út mynd eftir harða gagnrýni - RÚV.is
Vísir birti mynd af Snorra Mássyni og tveggja ára syni hans með frétt um „rasíska samsæriskenningu“. Nadine Guðrún, eiginkona Snorra, óskaði eftir því að myndinni yrði skipt út sem Vísir hafnaði. Mynd...
www.ruv.is
November 14, 2025 at 7:04 PM
Fleiri hafa sent inn lög til þátttöku í Söngvakeppninni 2026 en í ár, þrátt fyrir að endanleg ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision liggi ekki fyrir.
November 14, 2025 at 7:03 PM
Frumvarp Ingu Sæland um gæludýr í fjöleignarhúsum samþykkt:
Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum með þessum orðum: „Ég segi mjá“ 🐱
November 12, 2025 at 4:50 PM
Ísland og Noregur fá ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart kísilmálmi.
„Þetta eru auðvitað vonbrigði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
Plan A að fá ákvörðun ESB hnekkt - RÚV.is
Atvinnuvegaráðherra segir ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um að setja toll á kísilmálm frá Íslandi og Noregi vonbrigði. Öllum árum verði róið að því að fá ákvörðuninni hnekkt.
www.ruv.is
November 12, 2025 at 3:47 PM
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur látið af embætti. Hún verður sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Hart var deilt á hana eftir að í ljós kom að embættið greiddi ráðgjafarfyrirtæki háar fjárhæðir á fimm ára tímabili.
November 10, 2025 at 12:41 PM
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður, til minningar um björgunarsveitarmann sem lést við æfingar í fyrra. Hann var ættleiddur frá Indlandi.
November 7, 2025 at 3:32 PM
Mikill viðbúnaður var í miðborg Parísar þegar netverslunarrisinn Shein opnaði sína fyrstu búð í Frakklandi.
Óeirðalöggur og mótmælendur áberandi við opnun Shein-verslunar - RÚV.is
Netverslunarrisinn Shein opnaði sína fyrstu búð í Frakklandi í sögufrægu verslunarhúsi. Óeirðalögregla stóð vörð við verslunina. Fjöldi fólks mætti til að mótmæla.
www.ruv.is
November 5, 2025 at 1:46 PM
Dómsmálaráðherra segir sterkar vísbendingar um að námsmannaleyfi útlendinga við háskóla hér séu misnotuð og ástæða til að grípa inn í. Umsóknir fyrir námsmenn og aðstandendur þeirra hafi tvöfaldast frá Gana, Nígeríu og Pakistan milli ára.
Allar gáttir inní landið geta ekki verið opnar - RÚV.is
Dómsmálaráðherra segir ekki hægt að hafa allar gáttir inní landið opnar og á því verði að taka. Glufur séu á kerfunum. Umsóknir um dvalarleyfileyfi námsmanna og aðstandenda þeirra frá Gana, Nígeríu og...
www.ruv.is
November 5, 2025 at 1:37 PM
Cheney var áratugum saman aðsópsmikill í bandarísku stjórnmálalífi og er almennt talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.
Dick Cheney látinn - RÚV.is
Dick Cheney fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna er látinn, 84 ára að aldri. Hann er talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.
www.ruv.is
November 4, 2025 at 4:17 PM
Áhöfnin á Mána, hvalaskoðunarbát Arctic Sea Tours, sá hvalinn. Hann flaut allan tímann á sama stað, virtist pikkfastur, og fljótt grunaði hvalaskoðara að hann væri flæktur í veiðarfæri.
Hnúfubakur fastur í Eyjafirði: „Vonum hann þrauki til morguns“ - RÚV.is
Hvalaskoðunarmenn í Eyjafirði rákust í morgun á hnúfubak sem virðist fastur í veiðarfærum, austan við Hrísey. Ekki hefur tekist að losa hvalinn í dag vegna veðurs, en vonast er til að það verði hægt á...
www.ruv.is
October 31, 2025 at 6:30 PM
Almenningssamgangnafyrirtæki Oslóar og nágrennis framkvæmdi nýlega leynilega rannsókn þar sem það tók í sundur tvo rafmagnsvagna og komst að því að hægt var að fjarstýra öðrum þeirra.

Strætó er með 30 rafmagnsvagna í sínum flota, alla frá kínverskum fyrirtækjum.
Telja hægt að fjarstýra kínverskum rafmagnsvögnum - RÚV.is
Hægt er að fjarstýra rafmagnsstrætisvögnum sem framleiddir eru í Kína. Framleiðandinn getur stöðvað vagnana og tekið þá úr notkun. Strætó er með 30 rafmagnsvagna í sínum flota, alla frá kínverskum fyr...
www.ruv.is
October 30, 2025 at 6:10 PM
Ríkisstjórnin kynnti í gær fyrsta aðgerðapakka sinn sem ætlað er að mynda jafnvægi á húsnæðismarkaði.
Aðgerðapakkanum er meðal annars ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar gegn Íslandsbanka í vaxtamálinu.
October 30, 2025 at 6:01 PM
Margir hafa fengið hringingu úr leyninúmeri síðustu daga. Þegar svarað er, þá er enginn á línunni, heldur bara sónn eins og heyrist þegar hringt er úr síma.
Hver er að hringja í mig úr leyninúmeri? - RÚV.is
Hrina svikahringinga úr leyninúmerum hefur gengið yfir síðustu daga. Netöryggissérfræðingur segir að fólk þurfi ekki að óttast þótt það svari í símann, en markmið svikahrappanna sé að komast yfir uppl...
www.ruv.is
October 30, 2025 at 3:55 PM
Kastljós fékk Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðing og formann Sálfræðingafélags Íslands, með sér í lið og prófaði að nýta spjallmenni sem sálfræðing.
Getur gervigreind komið í stað sálfræðinga? - RÚV.is
Er góð hugmynd að nota gervigreindarforrit á borð við ChatGPT sem sálfræðing, eða getur verið hættulegt að deila tilfinningum sínum með slíkum tækjum? Kastljós kannaði málið.
www.ruv.is
October 30, 2025 at 3:05 PM
Fimm til viðbótar hafa verið handteknir vegna bíræfins þjófnaðar á skartgripum úr Louvre-safninu í París, höfuðborg Frakklands.

Einn þeirra er meintur höfuðpaur. Ekki hefur tekist að endurheimta neina muni sem var stolið.

Tveir voru handteknir um helgina, annar á leið upp í flugvél til útlanda.
October 30, 2025 at 1:47 PM
Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær að kjarnorkuvopnatilraunir hefjist „umsvifalaust“ án þess að tíunda það frekar. Hann sagði þó að ekki yrði tvínónað við að hefja undirbúning tilraunanna. Bandaríkin hafa ekki gert tilraunir með kjarnavopn síðan 1992.
October 30, 2025 at 11:12 AM