Ragna Þorsteins
banner
ragnasteins.bsky.social
Ragna Þorsteins
@ragnasteins.bsky.social
Súrdeigspælingar. Undanfarið finnst mér vera að aukast í kringum mig og á samfélagsmiðlum að fólk sé að skella í nýjan súr. Síðasta æði var út af Covid og fólk hafði ekkert að gera. En núna? Er það tilhugsunin um fuglaflensu? Eða almenn uppgjöf á ástandinu í heiminum?
January 26, 2025 at 9:48 PM
Ég vil líka minna á að núverandi fjármálaráðherra finnst flókið að eiga peninga á Íslandi, það hlýtur að lofa góðu...
April 12, 2024 at 5:48 PM
Í dag eru 6 mánuðir síðan Bjarni Ben sagði af sér sem fjármálaráðherra, eftir að hafa selt pabba sínum banka. Sjaldséður hlutur að sjá ráðherra taka ábyrgð á gjörðum sínum og stíga til hliðar. Hann hefur vonandi notað tímann til að líta aðeins inn á við... 👀
island.is/undirskrifta...
April 10, 2024 at 8:58 PM
Úff ég veit ekki með þetta, mér finnst hann líta út fyrir að vera aðeins of ánægður með hvernig hlutir eru að þróast...
April 8, 2024 at 7:32 PM
Eftir 13 mánuði í fóstri fékk ég villikisuna loksins upp í kjöltu þar sem hún þáði klapp og klór með miklum ákafa. Risastórt skref fyrir hana og hjartað mitt stækkaði um sirka 3 númer.
March 7, 2024 at 12:36 AM
Ég er búin að vera veik jafn oft á þessu ári og það er búið að gjósa á árinu. Sem er tvisvar - og er allt of mikið miðað við að febrúar er bara hálfnaður.
February 13, 2024 at 6:59 PM
Á degi 4 í veikindum (held ég, er pínu búin að glata tímaskyninu) þá er ég tilbúin að skila þessu ári. 2024 er gallað, ég vil fá nýtt ár takk.
January 10, 2024 at 3:57 PM
N: Ísafjörður líklega?
S: Oahu, Hawaii
V: Oahu, Hawaii
A: Marmaris, Tyrkland
N: Rovaniemi, Finnland
S: Sorrento, Ítalía
V: Látrabjarg, Ísland
A: Rovaniemi, Finnland
Lengst sem ég hef farið:

N: Raufarhöfn 🇮🇸
S: Sitges 🇪🇸
V: Látrabjarg 🇮🇸
A: Stokkhólmur 🇸🇪
December 13, 2023 at 6:15 PM
Ein leið til að vera ekki með tilboðskvíða er að vinna við að auglýsa þessa tilboðsdaga og vera of uppgefin til að skoða hvaða tilboð eru í boði yfir höfuð. Vissulega annars konar kvíði sem fylgir. Mæli ekki með.

www.ruv.is/frettir/innl...
November 22, 2023 at 10:03 PM
Ok þessir skjálftar sem eru búnir að vera svo gott sem STANSLAUST síðustu 45 mínúturnar mega alveg fara að hætta, þetta er komið gott. Ég held ég væri komin með nett taugaáfall ef ég byggi nær, finn til með greyið fólkinu í Grindavík.
November 10, 2023 at 6:03 PM
Fyrirsjáanlegasta plot twistið?
October 14, 2023 at 11:58 AM
Því meira sem ég hugsa um þessa afsögn, því meira finn ég hvernig álpappírshatturinn er að mótast á hausnum á mér.
October 10, 2023 at 1:52 PM
Í þessum chicken leik sem VG og XD eru búin að vera í síðustu vikur og mánuði þá neita ég að trúa að þessi afsögn sé svona einföld. Annað hvort var þetta stórt múv til að drepa stjórnarsamstarfið eða bjarga því. Og ég óttast pínu að sjá hver fær djobbið í staðinn 👀
October 10, 2023 at 11:27 AM
Ok við vitum öll að Sjálfstæðisflokkurinn (og líklega 99% landsmanna) hatar þessa ríkisstjórn, en mér finnst pínu sturlað að Áslaug Arna hafi bara sagt það upphátt og uppi á sviði.
October 5, 2023 at 10:44 AM
Mér finnst alltaf pínu leiðinlegt þegar ég legg bílnum heima eftir vinnu og uppáhaldsnágranninn minn er ekki að spóka sig á svölunum. Hann er nefnilega alltaf til í smá spjall og þarf að ræða margt.

(Uppáhaldsnágranninn er svartur og hvítur kisi sem ég veit því miður ekki hvað heitir.)
October 4, 2023 at 5:51 PM
Stundum fletti ég í gegnum allar billjón myndirnar af kisunum sem ég hef annast í gegnum Villiketti og hugsa hvað það eru ógeðslega mörg sem eru svo innilega heppin að eiga þessar kisur sem eru farnar á heimili.

Ég ætti yfir 50 ketti ef ég hefði tekið alla með heim sem ég hef orðið ástfangin af.
September 28, 2023 at 11:45 PM
Mannleg samskipti taka afskaplega mikla orku frá mér og stundum hugsa ég hvað það væri næs að fá eitt lítið Covid tímabil - þangað til að ég man að flest mín samskipti fara fram í gegnum netið þannig að það myndi ekki breyta neinu.
September 28, 2023 at 1:28 PM
Kynntu þig með störfum sem þú hefur gegnt öðrum en núverandi:

Grænmetistína
Kassadama
Samlokumeistari
Hvalaskoðunarleiðseigja
Hvalanörd
Þjónustufulltrúi
Þýðandi
Verslunarsamskiptasamræmandi og PC&R sérfræðingur
Vefstjóri
Kynntu þig með störfum sem þú hefur gengt öðrum en núverandi:

Loðnuverkakona
Gróðurhúsaverkakona
Bæjarvinnukona
Sjoppukona
Gallup spyrill
118 talsímavörður
Leiðbeinandi í leikskóla
Kynntu þig með störfum sem þú hefur gengt öðrum en núverandi:

Þjónustufulltrúi
Næturvarsla
Aðhlynning
Fiskvinnsla
Starfsmaður á hestaleigu
Byggingarvinna
Afgreiðsla
Þjónn
September 27, 2023 at 2:52 PM
Skeyttu einhverju bláu úr myndasafninu þínu - tvær villikisur að kúra 💙 Hefði verið mun auðveldara að finna mynd með einhverju fjólubláu samt...
September 21, 2023 at 6:50 PM
Ég er skrítni nágranninn sem heilsar öllum kisunum í hverfinu og gef harðfisk fyrir utan blokkina mína í von um að lokka til mín kisu sem hefur verið týnd í hverfinu í nokkrar vikur.
September 13, 2023 at 5:45 PM
Fátt sem gerir mig jafn forvitna og "[insert name] unsent a message"
September 12, 2023 at 8:51 PM
Stundum velti ég því fyrir mér hversu vinsælar við systurnar erum meðal eldri ættingja, þegar við mætum ein á eftir annarri á heimskulegar/fordómafullar Facebook færslur og útskýrum af hverju færslurnar eru heimskulegar/fordómafullar.
September 10, 2023 at 12:05 PM
Reposted by Ragna Þorsteins
Það er ekki auðvelt að fá adhd greiningu
NT fólk sækist ekki eftir adhd greiningu
Fólk sem fer í greiningu og er ekki með adhd, eða jafnvel bara kannski ekki með adhd, fær ekki greiningu. Því að vísað í aðrar áttir.
September 8, 2023 at 8:11 AM
Á hverju kvöldi sest ég niður með villikisunni sem ég er að fóstra, gef henni nammi og fæ að klappa henni í staðinn og þetta er ein besta hugleiðsla sem ég veit um 🧘‍♀️ Eini fókusinn er á kisunni, sjá hvernig hún bregst við og ég fæ svo gott í hjartað þegar hún slakar á og byrjar að mala 🥰
August 18, 2023 at 8:12 PM