Edda Rós
banner
eddaros.bsky.social
Edda Rós
@eddaros.bsky.social

handavinnunörd
femínistatussa
málfarspönkari
atvinnufiktari
kjaftfor drusla
wókisti
góða fólkið

~hún/she~
Nú er rifist um leiðréttingu klukkunnar og síðdegisbirtuna. En frankly þá gæti ég alveg lifað með því að sjá aldrei sólina þegar hún er svona lágt á lofti 🤷‍♀️
November 14, 2025 at 7:16 PM
Persónulega finnst mér mikill munur á því að sofna á miðnætti og vakna kl 8 miðað við að sofna kl 23 og vakna kl 7. Mér líður þó best ef ég sofna kl 1 og vakna kl 9.
Þetta er samt allt saman 8 tíma svefn, en það skiptir mig máli hvenær svefninn á sér stað.
November 12, 2025 at 12:43 PM
ég væri alveg til í að fá bara aftur vetur frekar en allt þetta ógeðis-svifryk 😶‍🌫️
November 11, 2025 at 10:27 AM
Þegar stjörnuspáin skefur ekkert utan að því og segir bara hreint út: Þú átt bátt, leitaðu þér hjálpar!
November 7, 2025 at 10:16 AM
Mikið rosalega finnst mér West End Girl með Lily Allen góð plata
November 5, 2025 at 11:08 AM
Annað sem ég hef tekið eftir, í vetrarhjólaferðum mínum, er að í -20°c er meira næs að hjóla en vera á bíl.
Af hverju? Af því að þú ferð dúðuð út á hjólið, og ert á hreifingu þar til þú kemur í vinnuna. En út í bíl ferðu mun verr klædd (well ég geri það amk) og bíllinn er lengur að hitna.
October 29, 2025 at 3:24 PM
Mín reynsla af samgönguhjólreiðum (rafm.) í vetrarfærð (á Ak) er að það að það sé ekki búið að moka er lítið vandamál EF það er ekki mikil önnur umferð. Að hjóla í gegnum virgin snjó er heilt yfir ekkert mál, jafnvel þó að það sé búið að snjóa mikið.
October 29, 2025 at 10:32 AM
Í mér búa tveir púkar. Einn sem þjáist af fomo því að það er geggjað fallegt veður hérna en brjálað í rvk. Og hinn sem er nöldrandi utanbæjarpakk sem tuðar bara "það mætt hald'að þetta væri fyrsta skipti sem snjóar á íslandi" og fleira í þeim dúr.

Anyway - fariði varlega, veriði inni og hafið kósí
October 28, 2025 at 2:06 PM
Það er rosalega lame fyrir fyrirtæki að styðja ekki jafnréttisbaráttuna og kvennaverkfallið vegna þess að þau eru með jafnlaunavottun
October 23, 2025 at 9:06 AM
Reposted by Edda Rós
Það er þessi tími árs þar sem fólk skilur ekki ennþá hvað Kvennafrídagurinn gengur út á. *dæs*
October 22, 2025 at 8:53 AM
Það er bara eitthvað við fyrsta almennilega snjó vetrarins sem fyllir mig af innri friði. Bara elska að sjá allt hvítt og hreint, og snjókornin hrannast niður.
October 22, 2025 at 8:48 AM
Fyrir 10 árum fékk ég pásu í fæðingu til að horfa á Útsvar og sofa. Það er svo absúrd.
Það var tæpur sólarhringur síðan vatnið fór og ca. sólarhringur þar til barnið fæddist.
"Litli" fyrirburinn minn sem er núna með jafn stórar hendur og fætur og ég.
October 16, 2025 at 10:14 PM
Ég þjösnaðist í gegnum Atómstöðina í framhaldsskóla. Fyrir nokkrum árum ætlaði ég svo að vera menningarleg og lesa meiri Laxness. En fkn drasl sem þessi texti er. Bækurnar eru kannski góðar en skynáreitið sem fylgir málfars- og stafsetningarvillunum er bara of mikið fyrir minn ND haus.
October 9, 2025 at 7:01 PM
Ég er vön að sjá hatur, fáfræði og ógeð í kommentakerfinu en einhvernveginn datt mér ekki í hug að ég myndi sjá slíkt við frétt um Jane Goodall.
October 9, 2025 at 10:23 AM
Ég er bara að byrja að melta The Life of a Showgirl en af hverju hljómar Opalite svolítið einsog 40-50 ára júróvisjón lag?
October 3, 2025 at 7:55 AM
Það eru komnir amk 5 vetur sem við höfum verið með bílinn okkar á naglalausum vetrardekkjum.
* Það skiptir máli að vanda valið á dekkjum
* Það þarf að tjöruhreinsa dekkin reglulega
* Ég hef enn ekki saknað naglanna þrátt fyrir að búa á Akureyri
September 29, 2025 at 9:59 AM
Sem manneskja með króníska verki þá er merkilegt að upplifa það að verða aðeins betri, en eiga svo slæman dag. Slæman dag sem er svosem bara einsog flestir dagar voru, en þá var ég vön 😭
Besta er að ég hef ekki hugmynd af hverju ég er slæm í dag, gerði bókstaflega ekkert out of the ordinary í gær
September 24, 2025 at 12:04 PM
Sko ég veit vel að það fylgja því allskonar áskoranir að vera einhverf og að eiga einhverf börn. En jeminn hvað heimurinn væri mikið verri (og leiðinlegri!) ef við værum ekki til

Anyway bólusetningar og paratabs valda ekki einhverfu - kynlíf einhverfra veldur einhverfu 🤷‍♀️
September 23, 2025 at 3:03 PM
Það er bíllausi dagurinn. Hann var ekki kynntur mjög vel, amk fór þetta framhjá mér þar til í dag.
En ég opnaði kommentin undir einhverri frétt um þetta og vá hvað fólk getur verið reitt yfir því að það sé bíllaus dagur og frítt í strætó.
September 22, 2025 at 3:07 PM
Skrásetningargjöld í háskóla eru stjúpit!
September 18, 2025 at 3:30 PM
Ég skoðaði stöðuna á námsláninu mínu.
Ég er búin að borga af því í 13 ár.
Ég er búin að vera yfir meðallaunum allan þann tíma.
Lánið var hátt í byrjun og er næstum búin að tvöfalda sig.

Fólk sem var svona 5+ árum á undan mér í námi slapp við hrunið og er margt búið að borga sín námslán upp.
September 12, 2025 at 10:15 AM
Stundum þegar ég spila skrafl þá set ég niður orð bara því að mér finnst þau sniðug á borðinu, mynda flott mynstur eða loka einhverju gati, jafnvel þó að ég gæti sett eitthvað með miklu hærra gildi. Dópamínið sem sniðugar skrafllausnir gefa mér er meira en dópamínið sem skraflsigur gefur mér 🤷‍♀️
September 10, 2025 at 11:05 AM
Ég á ekkert erfitt með kalda og dimma vetur, eða íslensk sumur. Það sem ég á erfitt með eru endalaus blaut haust og vor. Af hverju getur ekki verið enn smá sumar í byrjun september?
Þarf að rigna svona mikið?
September 9, 2025 at 9:16 AM
Eitt sem hefur orðið augljóst undanfarna daga er að margt (amk sumt) fólk þekkir ekki muninn á skoðun og staðreynd.

Það meikar ekki sens að segja "það er mín skoðun að kynin séu bara 2". Það er staðreynd að þau eru fleiri, sama hvernig á það er horft.
September 3, 2025 at 1:28 PM
Eitt það erfiðasta við að fara aftur í vinnuna eftir sumarfrí er að núna eiginlega þarf ég að vera í sokkum alla daga.
Fæturnir á mér eru að kafna 😞
August 20, 2025 at 12:42 PM