Miriam Petra / ميريام بترا عوض
banner
miriampetra.bsky.social
Miriam Petra / ميريام بترا عوض
@miriampetra.bsky.social
🇮🇸🇪🇬Friðelskandi flökkukind sem dreymir um að vera skáld 🐏 Stundum fræði ég fólk um fordóma en oftast bara að reyna að halda sönsum.
www.miriampetra.com
Gengum upp að Stórurð í gær, í frábæru veðri. Þvílík perla!

Eitt sem ég hef komist að síðustu ár er að ferðalög innanlands hjálpa mér að tengjast Íslandi.

Fordómar vekja stundum þá líðan að man sé óvelkomin í eigin landi en náttúran tekur mér alltaf opnum örmum og enginn getur tekið það af mér.
July 21, 2025 at 10:25 PM
Dagskráin á Suðurlandi að gefa: geggjað side eye sem einhver hefur málað á 17-18. öld í Skálholti.
May 22, 2025 at 6:43 PM
Móðir mín, Queen 👑 eins og Laila leiðsögumaður kallar hana, að heimsækja pýramídana og Sfinxinn í fjórða skiptið, hvorki meira né minna. Hér á mynd frá 1988 og 2025.
April 17, 2025 at 2:33 PM
Föstudagskvöld á Íslandi.

Nei okei, en af hverju eru svona margir að skoða Íslendingabók? Bara kósí fössari og ættfræði - eða kannski fólkið á öppunum að athuga skyldleika.
March 14, 2025 at 10:52 PM
Jæja. Búin að deactivate X. Kominn tími til. Það eina sem ég syrgi við að loka aðganginum þar var þetta tweet um pabba, sem fékk 1400+ like. Það fær vonandi framhaldslíf hér.
December 8, 2024 at 11:50 AM
Þetta tvít um pabba minn heitinn sem á alveg jafn mikið við í dag og það gerði 2019.
August 15, 2023 at 6:29 AM
Halló Bláskjár 🧐 enn að finna mig hér en held að það sé alveg eins viðeigandi að fyrsta myndin sem ég set hingað inn sé af tvítugri ömmu minni, Afaf (alltaf kölluð Fífí), að vera skvís árið 1940. Fædd í Alexandríu, Egyptalandi en af sýrlenskum ættum í móðurætt.
August 9, 2023 at 6:06 PM