Hringadrottinn
Hringadrottinn
@hringadrottinn.bsky.social
Icelandic project manager working in the Japanese games industry. My opinions are my own. Lover of movies and games. And beer. A cat is fine, too.
Þess má geta að stór hluti læknaþjónustu í Japan er einkarekin, en ríkið stýrir hversu mikið hægt er að rukka fyrir þjónustu svo það er enginn stór verðmunur á milli læknastofa. En það er kannski eitthvað fyriri annan dag.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Ég styð gott öryggisnet fyrir almenning. Þegar einkageirinn er farinn að hlaupa undir baggann þegar opinberi geirinn bregst, þá er eitthvað að.

Ef þið viljið ekki stéttaskiptingu í þessum málefnum þá þarf að endurreisa kerfið á þann máta að allir fái aðgang að þjónustunni þegar þeir þurfa.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Þá fara strákarnir í vist í örfáa daga þar. Fyrirtækið mitt er ekki það eina sem býður upp á svona þjónustu. Þegar fyrirtæki vilja fá starfskrafta sína til baka en geta það ekki því ríkið og sveitafélögin hafa brugðist þeim þá taka þau einfaldlega málin í sínar eigin hendur.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Þeir bjóða nefnilega öllum starfsmönnum að koma með börn til að passa upp á þau þegar dagvistir og leikskólar þeirra eru lokaðir. Börnin mín eru í dagvist/leikskóla sem byggir á búddisma og eru þeir lokaðir í ágúst, í kringum obon, tímanum þar sem andar forfeðranna koma aftur að heimsækja ættingja.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Ofan á þetta er fyrirtæki mitt líka með dagvist. Dagvistin er aðallega hugsuð þeim sem búa í grennd við vinnuna. Þeir bjóða líka upp á frístundarþjónustu fyrir eldri börn sem fara í leikskóla og grunnskóla í hverfinu.

Þá bjóða þeir líka upp á þjónustu sem að hefur reynst mér mjög vel hingað til.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Þannig er 6 árgöngum því skipt í "dagvist" þar sem séð er um börn á meðan foreldrar eru í vinnunni, og "leikskóla" þar sem mun fleiri börn koma saman og taka þátt í námi í ca. 25 krakka bekkjum. Skóladeginum lýkur í kringum klukkan 2 og þá fer eldri sonur minn í frístund þangað til við sækjum þá.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Frá 0 ára aldri til 2ja ára aldurs eru börn í dagvistinni. Það eru ekki nema 9-20 börn á hverju aldursári í henni.

Frá 3ja ára aldri eru börn sett í leikskóla í 3 ár, sem er byggður upp þannig að börn séu tilbúin til þess að fara í grunnskóla að loknu námi. Um 100 börn eru í hverjum árgangi.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Þannig virkar þetta hér í Japan, þar sem ég bý.

Börn fá inngöngu í dagvist frá hálfs árs aldri. Það er hart barist um inngöngu í dagvist, en ríkið sér um að vísa börnum í plássin og byggir það meðal annars á stöðu foreldra, m.t.t. þess hvort þeir séu í fullri vinnu eða hlutastarfi o.s.frv.
December 17, 2024 at 5:19 AM
Push button.

Receive bacon.
October 22, 2023 at 5:05 PM
I'm thinking about reading Solaris and The Martian after that, but I'm also looking for recommendations for good one off books (fiction and non-fiction) that aren't written as badly as Renowned Author Dan Brown bad.
October 22, 2023 at 5:05 PM