Fanney Benjamínsdóttir
fanney.bsky.social
Fanney Benjamínsdóttir
@fanney.bsky.social
Ein spurning sem brennur á mér í þessu Pho Vietnam máli. Má bara hver sem er taka upp föðunafnið Viðarsson? Er engin krafa gerð um að pabbi þinn heiti Viðar?
April 16, 2024 at 2:38 PM
Ég 2018, nýbúin að fæða barn: Úff. Þetta ætla ég aldrei að gera aftur.

Ég 2024, algerlega firrt: Ég ætla að fæða barn aftur! Og í þetta skiptið ætla ég að gera það í Afríku 😀
February 29, 2024 at 6:48 AM
Þarna grínið með að pakka nærfötum fyrir ferðalag eins og þú ætlir að kúka í buxurnar mjög oft nema þú býrð í Afríku svo það er ekki grín heldur heilbrigð varúðarráðstöfun.
January 9, 2024 at 11:41 AM
Amma (f 1939) er mætt til Kenía. Tók uber í fyrsta sinn í dag, eða húbert eins og hún kallar það.
December 19, 2023 at 4:46 PM
Mamma besta vinar sonar míns á leikskólanum er súdönsk. Hún spurði mig um daginn hvort ég kannaðist við uppahalds þættina hennar úr æsku, ‘Nonny and Manny’
December 4, 2023 at 7:44 AM
Sonur minn settist í fangið á mér í morgun, faðmaði mig og sagði „mamma, það er svo góð lykt af þér”
Ég: Já er það?
Hann: Nei, reyndar ekki. Ég sagði þetta bara því ég elska þig.

Hér er vegið að.
November 20, 2023 at 6:10 PM
Var að fá póst frá leikskólanum um að það verði lokað á mánudaginn. Ríkisstjórnin var nefnilega að taka smá spontant ákvörðun um að hafa frídag. Miklu betra að fólk sé bara að planta trjám þann dag. Akkúrat.
November 8, 2023 at 8:10 AM
Eitt með Kenía sem ég brenni mig alltof oft á er að ef þú reynir að biðja um drykk með ‘oat milk’ á kaffihúsi eru yfirgnæfandi líkur á að þú fáir goat milk, sem er alls ekki það sama.
November 3, 2023 at 2:45 PM
Þörfin fyrir kók úr vél hefur verið svo ótrúlega sterk á þessari meðgöngu en það er bara ekki konsept í Nairobi. Bara ekki hægt. Er að drekka heimabrugg núna (sódavatn í dósakók).
October 31, 2023 at 12:23 PM
Læknirinn minn var að setjast við hliðina á mér á biðstofunni á læknavakt. Hún er líka að bíða eftir að hitta lækni. Ég hef aldrei upplifað viðlíka hlutverkaspennu.
October 30, 2023 at 9:47 AM
Ég er búin að búa í húsinu mínu í 12 mánuði og var að nota eitt klósettið í fyrsta sinn rétt í þessu. Á enn eitt eftir.
October 24, 2023 at 10:04 AM
Ég er að labba meðfram ströndinni í Dubai. Í staðinn fyrir að reyna að selja mér sólgleraugu eða kókoshnetur er allt strandfólkið eitthvað „hello ma’am, property investment?”
October 17, 2023 at 3:37 PM
Ég gerði mistök og útskýrði fyrir syni mínum að óléttar konur eigi ekki að drekka áfengi. Nú hrópar hann „mamma nei! settu niður bjórinn!” í hvert skipti sem ég tek sopa af einhverju í dós.
October 17, 2023 at 1:53 PM
Fjögurra ára sonur minn var að sjá miðaldra hvítan mann in the wild i fyrsta sinn i smá tíma. Fór að hlæja og sagði ‘þessi lítur út fyrir að heita bara eitthvað, Siggi.’ Negldi þessa greiningu eiginlega.
October 13, 2023 at 11:30 AM
Konan sem þrífur hjá okkur elskar að segja mér hvað henni finnst um útlit mitt í hvert sinn sem við hittumst. Í dag þykir henni ég líta út eins og ‘a fourteen year old little girl’. Þetta eru miklar framfarir frá síðustu viku (vil ekki tala um það).
October 11, 2023 at 10:32 AM
Í morgun sá eg mann með þrjá farþega á mótorhjólinu sínu. Þetta kann að hljóma hversdagslega, nema það er tvist! (allir farþegarnir voru svín)
September 20, 2023 at 6:21 AM
Enn og aftur í tuk tuk á malarvegi. Enn og aftur í engum brjóstahaldara. Life comes at you fast.
September 16, 2023 at 12:50 PM
Ég er svo oft í algerum trust the process aðstæðum hérna. Nú er garðyrkjumaðurinn okkar með einhvern mann hérna heima. Þeir eru búnir að taka í sundur þurrkarann, láta baðvatnið renna mjög lengi (enginn tappi) og fara með moppu upp á háaloft. Ég veit ekkert afhverju þetta er að gerast.
September 8, 2023 at 7:21 AM
Svo næs að búa í afríku. Tannbursta sig, fá sér kaffi, sjóða hrísgrjón. Láta svo renna í bað og átta sig á því að þetta er liturinn á kranavatninu í dag.
September 5, 2023 at 4:17 PM
Tengdamóðir mín var að senda mér skilaboð og óska mér til hamingju með fyrsta brúðkaupsafmæli okkar Péturs. Þannig lærði ég núna (klukkan 21.13, pizzasneið í hönd) að við eigum sannarlega brúðkaupsafmæli í dag. Jæja.
August 27, 2023 at 6:16 PM
Keypti nýlega appelsínusafa af Sómala í Nairobi sem tilkynnti mér að hann héldi með Víkingi í íslensku deildinni. Eina vitið sagði ég bara.
August 12, 2023 at 5:48 PM
Það hlýtur að vera smá sorglegt að vera íslenskur grínisti og þurfa að fara í gegn un lífið vitandi að hvað sem þú gerir verðurðu aldrei fyndnari en Dorrit Moussaief.
August 2, 2023 at 12:05 PM
Veskið mitt er búið að vera týnt í þrjár vikur og eg er búin að snúa lífinu á hvolf við leitina. Í dag fékk ég símtal frá starfsmanni sorpu sem hafði fundið það. Ég sem sagt henti veskinu minu í ruslið.
July 31, 2023 at 4:16 PM