ESB á Íslandi / EU in Iceland
banner
euiniceland.bsky.social
ESB á Íslandi / EU in Iceland
@euiniceland.bsky.social
🇪🇺 🇮🇸 Þetta er aðgangur Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.
This is the official account of the Delegation of the European Union to Iceland.

🌐 https://lnk.bio/EUinIceland
➡️ @claraganslandt.bsky.social is the EU Ambassador to Iceland
Á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi, tóku sendinefnd ESB á Íslandi og sendiráð aðildarríkja ESB þátt í Ljósagöngu @unwomeniceland
🕯️🟠
ESB hefur gripið til raunverulegra aðgerða til að binda enda á kynbundið ofbeldi: link.europa.eu/WmVXNg

#OrangeTheWorld #16dagar
November 27, 2025 at 3:08 PM
Reposted by ESB á Íslandi / EU in Iceland
We still need to get from a situation where Russia pretends to negotiate to a situation where they need to negotiate.

Extract from my press remarks following today’s informal Foreign Affairs Council ↓
November 26, 2025 at 2:54 PM
Í ljósi alþjóðlegs bakslags gegn kynjajafnrétti auk réttindum kvenna og stúlkna, stendur ESB staðfast við skuldbindingu sína til að tryggja jafnrétti og öryggi allra.

Ýttu á hlekkinn í fyrir neðan til að lesa meira:
link.europa.eu/WmVXNg

#EngarAfsakanir #16Dagar
November 25, 2025 at 9:56 AM
Það gleður okkur að tilkynna að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur undirritað 100 milljóna evra lán við Orkuveitu Reykjavíkur til að nútímavæða og stækka raforku- og hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins 🇪🇺🤝🇮🇸

www.eib.org/en/press/all...
Iceland: Powering Reykjavík’s growth - EIB supports green utility upgrade with €100 million loan
The European Investment Bank (EIB) has signed a €100 million loan agreement with Orkuveitan, Reykjavík’s main provider of energy and utility services, to finance major investments in sustainable energ...
www.eib.org
November 24, 2025 at 1:33 PM
Við erum afar ánægð að bjóða Kristján Sævald Pétursson velkominn til sendinefndar ESB á Íslandi, þar sem hann hefur störf sem nýr stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndarinnar.

Hjartanlega velkominn, Kristján!

link.europa.eu/TtRJmV
Kristján Sævald Pétursson ráðinn til sendinefndar Evrópusambandsins
Sendinefnd Evrópusambandsins býður Kristján Sævald Pétursson velkominn til starfa, en hann hóf nýlega störf sem stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndarinnar.
www.eeas.europa.eu
November 21, 2025 at 10:37 AM
Við þökkum Mundus, nemendafélagi framhaldsnema á stjórnmálafræðisviði við Háskóla Íslands, fyrir æðislega vísindaferð síðasta föstudag!

Nemar hlustuðu á fyrirlestur um Evrópumál áður en þeir fengu að spyrja sendiherrann spurninga. Þau stóðu sig einnig prýðilega í ESB-barkvissi!
November 19, 2025 at 1:21 PM
Í dag heimsótti sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, Umhverfis- og Orkustofnun🌱🔋 í Reykjavík þar sem hún lærði meira um starf stofnunarinnar, s.s. þau ótal verkefni sem stofnunin vinnur í samstarfi með aðildarríkjum ESB!🇪🇺 Takk kærlega fyrir góðar móttökur!
November 12, 2025 at 4:55 PM
Opnunarhátíð Evrópska verðlaunatímabilsins var haldin síðastliðinn miðvikudag í Bíó Paradís⭐️Þá komu á annað hundrað gesta saman og horfðu á hina belgísku 'Young Mothers'🎥og nutu fljótandi veitinga í boði Sendinefndar ESB á Íslandi eftir sýninguna.

www.eeas.europa.eu/delegations/...
Opnunarhátíð Evrópska Verðlaunatímabilsins í Bíó Paradís
Á annað hundrað gesta komu saman síðastliðinn miðvikudag til að halda upp á opnun Evrópska verðlaunatímabilsins, sem haldin var í Bíó Paradís.
https://www.eeas.europa.eu/delegations/iceland/opnunarhátíð-evrópska-verðlaunatímabilsins-í-bíó-paradís_is?s=212
November 10, 2025 at 3:11 PM
Alþjóðadagur Háskóla Íslands var haldinn í gær en þar stóð Sendinefnd ESB fyrir bás með köku og fróðleik fyrir nemendur og starfsfólk🇪🇺

Evrópusambandið styður og telur háskólastarf mikilvæga grunnstoð samfélaga📚🏘️

Takk fyrir okkur!🌟

@haskoliislands.bsky.social
November 7, 2025 at 4:09 PM
Veriði velkomin á opnunarmynd European Award Season "Young Mothers" í Bíó Paradís á morgun, 5. nóvember, kl. 18:45! Kvikmyndin hlaut Cannes-verðlaun í ár fyrir besta handritið - skrifuð og leikstýrð af Dardenne-bræðrunum. Skráning hér / registration below: ec.europa.eu/eusurvey/run...
November 4, 2025 at 12:07 PM
Veriði velkomin á opnunarmynd European Award Season "Young Mothers" í Bíó Paradís á morgun, 5. nóvember, kl. 18:45! Kvikmyndin hlaut Cannes-verðlaun í ár fyrir besta handritið - skrifuð og leikstýrð af Dardenne-bræðrunum.
Skráning hér / registration below:
ec.europa.eu/eusurvey/run...
November 4, 2025 at 12:05 PM
Í síðustu viku fór sendiherra ESB á Íslandi til Akureyrar þar sem hún kynntist betur þeirri mikilvægri starfsemi þar á bæ um allt frá jafnrétti🟰 og menningu🎭 til nýrra tæknilausna💡 og stjórnsýslu fiskveiða🎣 Takk Akureyri!
October 31, 2025 at 4:59 PM
Í síðustu viku fór sendiherra okkar Clara Ganslandt til Akureyrar í tilefni Boreal hátíðarinnar, þar sem falleg vídeódansverk frá Evrópuríkjum og frá öllum heimshornum eru sýnd á Listasafni Akureyrar í tvær vikur í senn. Sendinefndin er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar🇪🇺
October 30, 2025 at 3:52 PM
Við þökkum Fróða, nemendafélagi sagnfræðinema við Háskóla Íslands, fyrir frábæra vísindaferð í síðustu viku! Nemendur hlustuðu á fyrirlestur um Evrópumál og tóku einnig þátt í barkviss🇪🇺✍️
October 27, 2025 at 10:39 AM
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum, tók sendinefnd 🇪🇺 þátt í viðburðum bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag.

🇪🇺 leggur ávallt áherslu á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna #GenderEqualWorld
October 24, 2025 at 4:48 PM
The EU was well represented at the Arctic Circle Assembly 2025❄️last week with the participation of Claude Véron-Réville (cveronrevilleeu.bsky.social), Special Envoy for Arctic Matters at the EEAS (eudiplomacy.bsky.social) and Raphaël Goulet, Head of Arctic Affairs at DG MARE of the EU Commission.
October 20, 2025 at 4:30 PM
Mikið var um að vera á Arctic Circle Assembly 2025 í dag!❄️

Sendiherra hitti t.d. fólk sem starfar í @eupolarcluster.bsky.social
og einnig aðila sem vinna að rannsóknum á vegum Joint Research Centre!🇪🇺

Alltaf gaman að hitta fólk sem vinnur með verkefni á Norðurslóðum sem styrkt eru af ESB🧪
October 17, 2025 at 3:23 PM
650 háskólar, þar á meðal 4 á Íslandi, starfa saman í gegnum Evrópsku háskólanetin, fyrir hag nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

Síðastliðinn þriðjudag ræddi sendiherra Clara Ganslandt um sterkt samstarf ESB og Íslands sem eflir rannsóknir og tækifæri🇪🇺🇮🇸
October 17, 2025 at 10:32 AM
Það var okkur mikil ánægja að taka á móti forseta Alþingis, Þórunni Sveinbjarnardóttur, þann 7. október. Á fundi sátu sendiherrar ESB aðildarríkja.

Við þökkum forseta Alþingis og þátttakendum fyrir áhugaverðar umræður um forgangsmál núverandi löggjafarþings og samskipti 🇮🇸og🇪🇺
October 8, 2025 at 2:30 PM
Last Friday, EU-Iceland Security and Defence consultations were held in Reykjavik, hosted by the Ministry of Foreign Affairs and preceded by a visit to Keflavik Airbase. Iceland is a close partner, and the EU is committed to deepening our collaboration through a Security & Defence Partnership🇪🇺🤝🇮🇸
October 2, 2025 at 1:09 PM
Við kveðjum upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúa sendinefndar ESB, Viktor Stefánsson, sem hefur hér með lokið þremur afdrifaríkum árum í starfi sínu. Sendinefndin óskar Viktori góðs gengis í framtíðinni og í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur!🤝
www.eeas.europa.eu/delegations/...
Sendinefnd ESB þakkar Viktori Stefánssyni fyrir vel unnin og vönduð störf
Við kveðjum upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúa sendinefndar ESB, Viktor Stefánsson, sem hefur hér með lokið þremur afdrifaríkum árum í starfi sínu.
www.eeas.europa.eu
October 1, 2025 at 4:49 PM
Fyrr í vikunni heimsótti Sendinefndin Hvanneyri, þar sem Peatland LIFEline-verkefnið var kynnt🌱Verkefnið snýst um að endurheimta votlendi á svæðinu og hlýtur nær milljarð króna frá LIFE-sjóði ESB. Við þökkum Landbúnaðarháskólanum kærlega fyrir góðar móttökur!
September 24, 2025 at 12:23 PM
Reposted by ESB á Íslandi / EU in Iceland
It was a pleasures to be invited to speak at an event about the cultural project "Moving Classics: Sonic Bridges" which brings together artists, filmmakers and composers from 🇮🇸 🇨🇾 🇲🇰 🇧🇦 🇮🇪 to explore European identity.

The project is sponsored by Creative Europe, our culture programme 🇪🇺
September 23, 2025 at 11:43 AM
Við þökkum Politica, félagi stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands, hjartanlega fyrir vísindaferðina á föstudaginn! 🥳

Politica hefur mætt árlega í vísindaferð til okkar frá árinu 2014!
September 22, 2025 at 2:09 PM
Kynningarviðburður um opnun Baskaseturs Íslands í Djúpavík átti sér stað í gær. Sendiherra ESB og fulltrúar spænska og franska sendiráðsins ávörpuðu gesti.

Baskasetrið hlaut 28 milljón króna fjárstyrk Creative Europe, menningaráætlunar ESB, árið 2023.

www.eeas.europa.eu/delegations/...
Menningaráætlun Evrópusambandsins styrkir opnun Baskaseturs í Djúpavík
Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins, flutti ræðu á kynningarviðburði á vegum Baskavinafélagsins um opnun Baskaseturs Íslands, en setrið verður formlega opnað í Djúpavík laugardaginn 20. sept...
www.eeas.europa.eu
September 17, 2025 at 1:15 PM