Védís
banner
vediseva.bsky.social
Védís
@vediseva.bsky.social
Formaður Möndlukökufélagsins 🌸
Í rafrænu dagbók símans var í fyrrinótt eftirfarandi ritað niður:

“Ég leita að herbergi þar sem tíminn stendur í stað.”
November 7, 2023 at 11:32 AM
Eðlilega, þá ligg ég vakandi upp í rúmi kl. 04.04 að skoða kommóðu á afslætti hjá Rúmfatalagernum, nú Jysk, þessa aðfaranótt sunnudags.
November 5, 2023 at 4:04 AM
Það er margt sem ber að varast í lífinu. Nú hefur algrím stungið upp á að ég rjúfi óheilbrigt samband við vonduvondu leggingsbuxurnar mínar (‘break up with your toxic leggings’) og kaupi nýjar sem valda mér ekki sama skaða. Ég er í sjokki yfir öllu trámanu sem ég vissi ekki að ég þyrfti að vinna úr
November 2, 2023 at 9:26 PM
Þröstur Leó = Keanu Reeves Íslands? Já? Nei?
October 7, 2023 at 11:38 AM
Haustlitir eru andleg fæða 🍁
October 4, 2023 at 12:15 PM
Fátt er eins áfengt og draumar
September 19, 2023 at 1:59 PM
Langar að vita hversu langur tími leið frá því að Ragnar Jónasson hraðhringdi í Kötu Jak og grátbað hana að leysa frá skjóðunni um smáatriði málsins, svona ‘höfundur til hæfundar’.

Og hvort það hafi fundist brunalykt þegar hann byrjaði að pikka á lyklaborðið sitt af áfergju:
Höfuðkúpubein fundust undir fjölum Ráðherrabústaðarins - RÚV.is
Höfuðkúpu­bein fund­ust í fyrri viku und­ir gólf­fjöl­um í risi Ráðherra­bú­staðar­ins við Tjarn­ar­götu. Fyrrverandi þjóðminjavörður segir þau að öllum líkindum af ful...
www.ruv.is
September 12, 2023 at 3:55 AM
Verandi íbúi Reykjavíkurborgar, þá er hljóðið í ruslabílnum sem keyrir inn götuna mína, næstum jafn fagurt og söngur lóunnar að vori.

Ég lygni aftur augunum á meðan ég hlusta á tunnur niðri í porti verða sóttar og tæmdar.
September 8, 2023 at 9:59 AM
Þegar nýfædd dóttir mín virðist liggja friðsæl á brjósti mér, en opnar síðan skyndilega glyrnurnar og horfir beint inn í sál mína meðan ég virði hana fyrir mér, lýstur þeirri hugsun niður í hugann minn að hún sé forn risaeðla og eldri og viturri en móðir sín.
September 3, 2023 at 7:00 PM