Silla
tigra.bsky.social
Silla
@tigra.bsky.social
Sonur: "Mamma það var lamborghini í matinn í skólanum í dag!"
Ég: "Lamborghini...?"
Sonur: "Jább!"
*Ég kíki á matseðilinn*
Ég: "Þetta heitir lambagúllas!"
November 28, 2023 at 4:39 PM
Vel gert Styrkur sjúkraþjálfun!
November 15, 2023 at 9:32 AM
Einhver missti 4kg lóð á hausinn á mér í ræktinni áðan og ég er mikið að spá í afhverju ég er ekki bara alltaf heima hjá mér.
October 30, 2023 at 7:35 PM
Það eru engir sem gera meira creepy grasker en 6 ára börn.
October 29, 2023 at 7:37 PM
October 26, 2023 at 8:21 PM
Þriggja ára sonur minn byrjaði daginn á að strauja. Ekki ætla ég að gera það. #kvennaverkfall
October 24, 2023 at 4:22 PM
Önnur kisan mín var svæfð í fanginu á mér á fimmtudaginn og ég er búin að vera svo mikil tilfinningaterta síðan. Ég á fleiri dýr, en það er bara gat á heimilinu.
October 9, 2023 at 4:57 PM
Var að fá senda hópmynd af leikskólanum þar sem kennarinn er að lesa fyrir hóp af börnum. Öll börnin sitja stillt og prúð og hlusta og reyna kannski að sjá á myndirnar.
En minn maður?
Hann er að stela inniskónum af kennaranum.
October 3, 2023 at 4:05 PM
Neyðist til að horfa á heimildarmynd um flóðhesta í kvöld því að hundurinn minn er alveg límdur við skjáinn.
October 2, 2023 at 8:54 PM
Þriggja ára sonur minn fór allt í einu að syngja Blitzkrieg Bop með Ramones og ég hef ekki hugmynd um hvernig hann ekki bara heyrði þetta lag, heldur lærði líka textann 😮🤔
September 17, 2023 at 3:43 PM
5 ára sonur minn er algjör harðstjóri þegar kemur að bíóferðum. Það er stranglega bannað að borða popp fyrr en myndin byrjar... Og ég sit hérna bara og stari á stútfullan popp pokann 🥺
September 10, 2023 at 12:57 PM
Nú þegar elsti guttinn minn er byrjaður í grunnskóla er kominn nýr ótti í mömmuhjartað... Að einhverjum finnist við ekki pakka nógu hollu nesti í skólann.
En þúst í alvöru? Róast þessi foreldra geðveiki ekkert? Verður maður bara stressbolti út ævina? Ég var ekki einu sinni kvíðin fyrir barneignir.
September 4, 2023 at 8:21 AM
Mér finnst mjög gaman að kaupa allskonar drasl. Mikið skemmtilegra en að henda drasli. Þetta hefur ekki reynst mér farsælt veganesti út í lífið.
September 3, 2023 at 7:49 AM
Vel gert Stöð 2 Fjölskylda að skella Cable guy á, í hádeginu á laugardegi um leið og barnatíminn er búinn 🐵
August 26, 2023 at 12:06 PM
Ég var að fara í gegnum og henda upp úr gömlum kössum úr geymslunni. Fann þennan inn í bók. Ætla aldrei að borða nammið mitt upp úr neinu öðru.
August 20, 2023 at 9:30 PM
5 ára sonur minn er að hjálpa mér að tína rifsber svo við getum gert sultu.
Sonur: "Mamma! Eitt berið kramdist þegar ég var að tína það!"
Ég: "Það er allt í lagi, það gerist."
Sonur "Já, það rakst aðeins í tönnina á mér."
...Eins gott að það eru margir rifsberjarunnar í garðinum hjá mér.
August 20, 2023 at 12:27 PM
Þriggja ára sonur minn horfði hugsi á mig tæma um álfabikarinn og setja hann aftur upp.
"Svona ég er búin" sagði ég.
Hann horfði þá skælbrosandi á mig og sagði "Dugleg mamma!"
Hef aldrei fengið jafn mikið pepp í svona stúss.
August 18, 2023 at 3:21 PM