Píratar
banner
piratar.bsky.social
Píratar
@piratar.bsky.social
Heiðarleg stjórnmál!
hinn stærsti glæpur er þjóðarmorð. Við ættum að beita okkur eins og við höfum beitt okkur gegn Rússlandi, þar sem við höfum verið öflug rödd með friði og talað fyrir réttarfarslegum stuðningi.
Það þarf að stofna sérstakan dómstól út af glæpum gegn friði, vegna Úkraínu og Palestínu.

#kosningar24
November 29, 2024 at 9:26 PM
Tl;dr af svari KF:

Hvalveiðar: „Það eru skiptar skoðanir innan breiðfylkingar eins og Samfylkingarinnar um hvalveiðar“
Fiskeldið: atvinnufrelsi fólks trompar dýravernd.

Til gamans má rifja upp að Samfylkingin var hvorki með á frumvarpi Pírata um bann við hvalveiðum né sjókvíaeldi.

#kosningar24
November 29, 2024 at 9:16 PM
Píratar vilja fá alla að borðinu, lífeyrissjóðina og verkalýðsfélögin.
Mikilvægt að við förum að huga að því hvernig samsetning þjóðarinnar er að breytast, við erum fleiri að fara búa ein, við gætum byggt kjarnasamfélög þar sem rýmum er deilt.

Við þurfum fjölbreyttar lausnir.

#kosningar24 #x24
November 29, 2024 at 8:40 PM
Venjulegt fólk hefur þurft að búa við okurvexti í óratíma til að sporna við verðbólgunni.
Píratar vilja byggja umhverfisvæn einingahús sem hægt er að byggja upp hratt til að bregðast við því neyðarástandi sem nú ríkir.
Við viljum byggja almennt íbúðarhúsnæði öllum almenningi til bóta.
#kosningar24
November 29, 2024 at 8:38 PM
Það eru engar töfralausnir til, en við þurfum að hækka laun kennara, virða samninga sem eru gerðir við þá. Við þurfum að fækka börnum í hverjum bekk, efla námsráðgjafa og annan stuðning í skólum. Við þurfum að aðstoða fjölskyldur ungmenna í erfiðri stöðu.

#kosningar24 #x24
#kosningar24 #x24
November 29, 2024 at 8:06 PM
Ungmennunum okkar líður verr en þeim leið áður, við sjáum að vanlíðan unglinga er að fara ört vaxandi, álag á kennara er að fara ört vaxandi, kennarar fá störf sín ekki metin í launum.
Það er aukin streita á foreldrum, það er afkomuótti og mikið áreiti í kringum samfélagsmiðla.

#kosningar24 #x24
November 29, 2024 at 8:05 PM
við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“ 2/2

#kosningar24 #x24
„Talandi um að skila ekki til sam­fé­lagsins“ - Vísir
„Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum mil...
www.visir.is
November 28, 2024 at 11:40 PM
sem hefur verið í gangi gagnvart okkar auðlindum á ekki að viðgangast. Við verðum að berjast við bæði spillingu, sem hefur orðið þess valdandi að hér hefur myndast villt vestur í kringum sumar af okkar bestu auðlindum og svo þurfum við að taka á þessu með sterkara reglukerfi.
#kosningar24 #x24
November 28, 2024 at 9:42 PM
Ótrúlega mikið um að erlendir aðilar komi hingað og notfæri sér okkar orkuauðlindir án þess að samfélagið fái arð til baka. Það þarf að setja í fyrsta forgang að það þarf að varðveita þessar auðlindir ekki bara fyrir nútímann heldur komandi kynslóðir. Þessi græðgisvæðing -
#kosningar24 #x24
November 28, 2024 at 9:41 PM
þar sem erlendir aðilar eru að ásælast okkar dýrmætu auðlindir. T.d. stóriðjustefnuna sem mengar gríðarega mikið, sem mun kosta okkur til lengri tíma í skertum lífsgæðum og verra ástandi í loftslagsmálum.
Fiskeldi í opnum sjókvíum er að leggja lífríki sjávar í gríðarlega hættu.
#kosningar24
November 28, 2024 at 9:40 PM