Hlynur Hallgríms
banner
hlynur.io
Hlynur Hallgríms
@hlynur.io
Heppnasti gaur í heim. Gagnavísindi og vélnám á daginn, körfubolti á kvöldin. // Data Scientist, mostly tweets in Icelandic and R.
Í dag fékk ég endanlega staðfest það sem ég hef svosem vitað lengi, að pabbi minn er svalastur og bestur.

Hver annar heldur 67 ára afmælisveisluna sína í Skopp til að geta hoppað og skoppað og fíflast með barnabörnunum sínum?
August 24, 2025 at 9:50 PM
Innihaldslaust dagsins: Spotify setur upp borða til minningar um mesta lagasmíðasnilling popptónlistarsögunnar og þegar maður smellir á borðann sendir það mann áfram á playlista þar sem "Kokomo" er lag númer 5.
June 16, 2025 at 9:39 PM
Og svo fyrir úrslitin í vestur og austur, og loks úrslitaviðureignin.
May 6, 2025 at 1:04 AM
Spár fyrir umferð tvö. Ekki hægt að breyta héðan af, þannig maður verður bara að trúa á kraftaverkamanninn Steph Curry svo þetta geti mögulega gengið upp.
May 6, 2025 at 1:00 AM
Og svona leit spáin út í austrinu.

Í 1. umferð spáði ég rétt fyrir um sigurliðið í öllum 8 seríunum. Þá spáði ég fyrir um réttan leikjafjölda sem þurfti til að klára seríurnar í 4 af 8 seríum.

Þannig ég er á mjög góðu róli, en fæ ekki milljón dollara verðlaunin frekar en fyrri daginn*
May 6, 2025 at 12:51 AM
Það er besti tími ársins. Úrslitakeppnin í NBA og líkt og fyrri ár tek ég þátt í NBA Pick'em Bracket Challenge keppninni og spái fyrir um niðurstöður seríanna. Í gær lauk fyrstu umferð þannig nú er fínt að fara yfir stöðuna hjá manni.

Svona leit spáin út í vestrinu:
May 6, 2025 at 12:51 AM
Northern lights, so intense that they cut right through the bright May sky? Even *within* the light pollution of the city? That's a good omen in Iceland.

According to the original Völuspá poem, a flickering green "V" as seen tonight is said to mean "Celtics in 5". #NBA @celticsnba.bsky.social
May 3, 2025 at 1:16 AM
Kid's got some average sized shoes to fill.
April 30, 2025 at 7:28 PM
Besta skák sem ég hef nokkurn tímann teflt. Laaaangbesta 3+2 hraðskák sem ég hef teflt.

Póstað hér fyrir framtíðarkynslóðir 🫡
April 27, 2025 at 12:09 AM
Þetta finnst Nóa Síríus barasta fyndið að setja í páskaeggið hjá manni með klíníska náttblindu eftir laseraðgerð árið 2009! 😡

(lesist: þessi málsháttur sló i gegn hjá öllum viðstöddum 😂)
April 20, 2025 at 1:51 PM
Ég kann virkilega að meta þessa áminningu þegar ég byrjaði IPython session nú í morgun!

Gleðilegan alþjóðlegan sýnileikadag trans fólks! ❤️ 🏳️‍⚧️ ❤️
//
A very happy trans day of visibility to everyone! ❤️ 🏳️‍⚧️ ❤️
March 31, 2025 at 9:57 AM
Fór að hugsa með mér hvað mig langar í einhvern Wu-Tang Clan fatnað, og það rann allt í einu upp fyrir mér að aðdáendahópur Wu-Tang er orðinn svo fullorðinn að spariskyrtur með litlu Wu-Tang merki í staðinn fyrir Ralph Lauren knapann væri alveg brilliant dæmi.
March 30, 2025 at 1:38 PM
Hann var að pósta þessari á IG. He's Bach!
February 14, 2025 at 10:11 PM
Hólísjitt, þetta eru engar smá fréttir.
February 14, 2025 at 9:49 PM
Fjórir tímar eftir af Bóndadeginum, þannig @unastef.bsky.social á tæknilega enn möguleika á að bjarga sér fyrir horn og gefa mér... [skoðar glósur]... snjall...kjöt...hita...mæli?
January 24, 2025 at 7:56 PM
Klassík
December 23, 2024 at 7:44 PM
Óvart list í R.

#accidental_aRt
December 19, 2024 at 3:35 PM
Það er fræðilegur möguleiki að ég hafi í þetta skiptið verið að tefla við páfann.
December 18, 2024 at 6:18 PM
Christopher McCandless:
Happiness is only real when shared (1992)

Tove Jansson:
En hver vill hugga krílið, til hans kalla: Hlustaðu á //
Sá kuðungur er tilgangslaus sem enginn fær að sjá (1960) *

* í þýðingu Þórarins Eldjárn, 2019
December 10, 2024 at 9:20 AM
Let's say you have a #ggplot bar chart showing a mean of a variable, and you want to add the median as a line to each bar... is there an actual geom to do that easily? I often use geom_segment for that, but a faster, hacky way is to use geom_boxplot. Surely there's better ways?

#dataBS #rstats
November 23, 2024 at 4:30 PM
🎶 Í hvern ætlarðu að hringja? 🎶
🎶 Draugabanana! 🎶
November 22, 2024 at 9:21 AM
"Based on what you know about me, draw a picture of what you think my current life looks like."

😮😮😮
November 9, 2024 at 8:33 PM
Úrið mitt þegar Wintris-trúðurinn svaraði í alvörunni spurningu um úkraínska hælisleitendur með því að spyrja á móti "Eigum við að hjálpa Rússum við að tæma Úkraínu?"
November 1, 2024 at 9:39 PM
Missti ég af einhverju? Af hverju er Hlemmur Mathöll basically galtómur í hádeginu á fimmtudegi?
October 31, 2024 at 12:16 PM
Þigg allar hugmyndir um hvernig megi eftiráskýra lúkkið á mér í dag sem einhvern búning.

Hvað með: Maður sem náði ekki að þvo á sér hárið í morgun?
October 31, 2024 at 9:28 AM