Háskólinn í Reykjavík // Reykjavik University
banner
haskolinn.bsky.social
Háskólinn í Reykjavík // Reykjavik University
@haskolinn.bsky.social
Háskólinn í Reykjavík er öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag. HR er í fremstu röð á heimsvísu. Nemendur eru liðlega 4.000 og starfsfólkið um 700 talsins með stundakennurum.
HR hlaðvarpið er rödd Háskólans í Reykjavík og mikilvægur hluti af vísindamiðlun háskólans til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. HR hlaðvarpið er að finna á Spotify, Apple iTunes og Podcasts og í öllum helstu streymisveitum hlaðvarpa.
November 7, 2023 at 4:33 PM
Árlegur hápunktur Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, var Bleiki dagurinn, sem haldinn var hátíðlegur um land allt föstudaginn 20. október. Starfsfólk og nemendur HR tóku þátt.

#bleikaslaufan #bleikidagurinn #pinkribbon #pinkday
October 23, 2023 at 7:44 AM
Húsfyllir var á Vísindavöku 2023 í Laugardalshöll hinn 30. sept. HR mætti eins og alltaf með fjölbreytt atriði og kynningarbása, sem áttu margvíslegt erindi við almenning. Lögð var áhersla á atriði, sem höfða til yngstu kynslóðarinnar, þannig að nóg var að gera á öllum básum!
October 2, 2023 at 9:44 AM
Starfsfólk Háskólans í Reykjavík er nú í óða önn að undirbúa þátttöku í Vísindavöku, sem haldin verður í Laugardalshöll núna á laugardaginn kemur, 30. september, frá kl. 13-18. Vísindavaka er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

NÁNAR:
www.visindavaka.is
September 28, 2023 at 1:01 PM
Alþjóðadagur HR var haldinn 8. september. Viðburðurinn er haldinn á hverri önn til þess að kynna alþjóðleg tækifæri fyrir nemendur HR. Þar má nefna skiptinám, styrki og framhaldsnám erlendis. Sendiráð veittu upplýsingar, tækifæri gáfust til að smakka framandi mat og í lokin kenndu Spánverjar salsa!
September 11, 2023 at 3:20 PM