Háskóli Íslands // University of Iceland
banner
haskoliislands.bsky.social
Háskóli Íslands // University of Iceland
@haskoliislands.bsky.social
Háskóli Íslands is the largest university in Iceland. Visit our website http://hi.is.
Sannkallaður hátíðisdagur er að baki í HÍ og rektorsfestin, tákn rektorsembættisins, hefur færst frá Jóni Atla Benediktssyni til Silju Báru R. Ómarsdóttur. Innilega til hamingju með embættið @siljabara.bsky.social og takk kærlega fyrir einstaka forystu Jón Atli Benediktsson.

hi.is/frettir/samf...
June 30, 2025 at 7:14 PM
Við sendum kandídötum okkar innilegustu hamingjuóskir með útskriftina um helgina og bendum á að myndasyrpa frá brautskráningarathöfnunum er nú aðgengileg á Facebook.

Fyrri athöfn
www.facebook.com/media/set/?s...

Seinni athöfn
www.facebook.com/media/set/?s...
June 17, 2025 at 12:51 PM
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var nýverið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í japönskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Murakami er þekktur um allan heim fyrir skrif sín og er án efa einn víðlesnasti rithöfundur Japans fyrr og síðar.
Haruki Murakami sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands
Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám á grunn og framhaldsstigi. Lögð er áhersla á fræðilega nálgun og rannsóknatengt nám með góð tengsl við atvinnulíf og nýsköpun
hi.is
June 13, 2025 at 10:32 AM
Hátt í 2.800 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands laugardaginn 14. júní. Þetta er síðasta brautskráning Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Við hlökkum til að hitta ykkur, kæru kandídatar, og fagna vel unnu verki. 🧑‍🎓👩‍🎓🥳

hi.is/frettir/naer...
June 12, 2025 at 4:27 PM
GRÓ GEST at the University of Iceland celebrated the graduation of 26 young gender equality professionals earlier this week. The graduates represented professionals from countries all around the world. The cohort included, for the first time, three fellows from Ukraine

english.hi.is/news/gro-ges...
May 22, 2025 at 4:54 PM
Logi Einarsson, ráðherra háskólamála, hefur skipað Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessor við Stjórnmálafræðideild, rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Ráðherra afhenti Silju Báru skipunarbréf á dögunum.

Silja Bára tekur formlega við embættinu þann 1. júlí.

hi.is/frettir/radh...
May 19, 2025 at 5:11 PM
Verkefni, sem hverfist um nýja tækni til að flýta fyrir lyfjaþróun gegn ýmsum erfiðum sjúkdómum eins og krabbameini, sigraði í samkeppninni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ. Þrjú önnur verkefni nemenda og starfsfólks skólans voru einnig verðlaunuð. Til hamingju, öllsömul!
👇
hi.is/frettir/ny_t...
May 12, 2025 at 6:33 PM
HVER ER SILJA BÁRA R. ÓMARSDÓTTIR?

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum, var eins og kunnugt er kjörin næsti rektor HÍ í almennri kosningu í lok mars. En hver hinn nýi rektor, hvernig kom hún til starfa við HÍ og hver eru áhugamál hennar utan vinnu?
👇
hi.is/frettir/hver...
May 5, 2025 at 3:39 PM
Hermi- og færnikennsla í heilbrigðisvísindum stóreflist með nýju Hermisetri Háskóla Íslands og Landspítala (HermÍs) í Eirbergi.
👇
hi.is/frettir/faer...
May 2, 2025 at 12:06 PM
🤝 Rektorar HÍ, Háskólans á Hólum og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Samstæðan tekur formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári og mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.

hi.is/frettir/samn...
April 25, 2025 at 4:05 PM