Esther Thorvalds
banner
estherthorvalds.bsky.social
Esther Thorvalds
@estherthorvalds.bsky.social
Stundum eitthvað að pönkast en oftast stillt 😚
hún/she
📍 Gufunes, Iceland
Var að læra um gagnagrindur og ákvað að biðja ChatGPT um að spinna upp einhver dæmi til að skilja betur. Var þá rækilega minnt á mikilvægi míns fyrra starfs. Ætti ég að byrja að kenna aftur á trommur?
August 13, 2025 at 9:24 PM
Grafarvogsbúar er leiðinlegasta FB grúppa sem til er. Þar er kvartað yfir því að borgin slái ekki gras, með myndum af fallegum gróðri sem hefur fengið að vaxa og lítur EKKI út eins og sterílir golfvellir með skallabletti (sem er það sem fólkið vill).

Ég tengi ekkert við fólkið í hverfinu mínu 🙈
June 21, 2025 at 1:18 PM
Ég sá fisk í litla pollinum í Kerinu í Grímsnesi og sendi fyrirspurn á Hafrannsóknarstofnun. Ég fékk svar frá líffræðingi og varð ekkert smá spennt.

Er þetta að vera miðaldra? Vá, hvað það er gaman að vera svona áhugasöm um allt og ekkert! ☺️
June 19, 2025 at 9:02 PM
Ég er nýbyrjuð að læra forritun af meiri alvöru og er að sækja fullt af kúrsum á netinu.

Ég var líka að læra það að "QR" í QR-kóðum stendur fyrir Quick Response.

Tengist þetta tvennt?

Neinei, þetta lærði ég af Erni Árnasyni í heimildaþætti um Skálholt á RÚV.

Afi, hvergi nærri hættur að fræða!
June 15, 2025 at 6:32 PM
Ég er fyrst núna að fatta að bifreiðaskoðunarfyrirtækið Tékkland heitir ✅-land, væntanlega af því þau skoða bílinn og gefa þér "tékk!" ... Hef alltaf haldið að þetta væri bara skrítin vísun í tékkneska lýðveldið, að Tékkar væru mikil bílaþjóð eða eitthvað 🤷
June 5, 2025 at 10:30 AM
Máli mínu til stuðnings bendi ég á rauðu línuna undir hinu ranga orði yfirskegg þegar þetta var skrifað. Máltæknin er með mér í liði!
May 21, 2025 at 10:29 PM
Hvers vegna hét það Og Vodafone? Var 'og-ið' bara samtenging sem tengdi ekkert saman (svolítið undarlegt fyrir fjarskiptafyrirtæki) eða vísun í eitthvað annað sem er augljóst fyrir öllum nema mér?

Ég er enn alltaf að hugsa um þetta. Þessa ákvörðun. Hmm...
May 6, 2025 at 4:31 PM
GUFUNES kemur út á föstudaginn! Því má lýsa sem nettdramatískum ryþmískum tilraunum langspils og algoriþma.

📸 Stórt shout out á besta Gufunesinginn @glytta.bsky.social sem á ljósmyndina sem prýðir artworkið 📸

iil.is/news/langspi...
October 9, 2023 at 8:06 PM
Elska norðurljósin. En ekkert mikið hrifin af neinu öðru sem fylgir myrkrinu
September 13, 2023 at 10:49 PM