Eiríkur Rögnvaldsson
eirikurrogn.bsky.social
Eiríkur Rögnvaldsson
@eirikurrogn.bsky.social
Uppgjafaprófessor og málfarslegur aðgerðasinni
Smellibeitur eru leiðindafyrirbæri og vinna íslenskunni oft ógagn.
Eiríkur Rögnvaldsson » Eiríkur vandar smellibeitum ekki kveðjurnar
uni.hi.is
January 31, 2025 at 4:20 PM
Auðvitað heldur Sjálfstæðisflokkurinn þingflokksherberginu - eins og alltaf. Það er alveg sama hvað við gerum - Sjálfstæðisflokkurinn stendur alltaf með pálmann í höndunum.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur þingflokksherberginu
Ákvörðun hefur verið tekin að Sjálfstæðisflokkurinn haldi þingflokksherbergi sínu á Alþingi, líkt og hann hefur gert frá árinu 1941.
www.mbl.is
January 31, 2025 at 3:04 PM
Ég horfi oft á Veru, Endeavour og fleiri breska glæpaþætti á DR1 og les alltaf danska textann. Þótt ég hafi lesið töluvert á dönsku er ég alltaf að rekast á eitthvað sem ég hef aldrei séð áður - nema í íslensku. Íslenska var upphaflega kölluð "dönsk tunga" - líklega er það bara réttnefni.
January 30, 2025 at 6:01 PM
Það sem hún meinti var: Ég gef mér að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn missi að nauðsynjalausu það ægivald sem hann hefur haft í 96 ár, frá 1929, og hefur auðvitað mikið efnahagslegt gildi fyrir flokkinn.
Segir Sjálf­stæðis­menn hyggja á setu­verk­fall verði þeim vísað á dyr - Vísir
Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksin...
www.visir.is
January 30, 2025 at 1:03 PM
Hvernig stendur á því að allir jafnaldrar mínir eru allt í einu að verða sjötugir?
January 30, 2025 at 9:31 AM
Dettur ykkur í hug að ráðherra hafi aldrei beitt þrýstingi og misbeitt valdi sínu í alvarlegri málum en að hringja í skólameistara út af týndum skóm?
January 28, 2025 at 9:38 AM
Eftir sex vikur í Rauðarárholtinu er ég búinn að átta mig á því að það er líf fyrir utan Grímsstaðaholtið.
January 28, 2025 at 9:33 AM
Á þorranum í fyrra skrifaði ég pistil um sögnina "blóta" og fallstjórn hennar. Mér finnst ástæða til að rifja hann upp fyrst þorrinn er kominn aftur.
uni.hi.is/eirikur/2024...
Eiríkur Rögnvaldsson » Að blóta þorra – í þolfalli eða þágufalli
uni.hi.is
January 27, 2025 at 5:06 PM
Í næstum fjörutíu ár höfum við farið vikulega - fyrst í Miklagarð, svo í Hagkaup, síðan í Bónus og síðast í Krónuna - og gert stórinnkaup. En þegar maður býr fimm mínútna gang frá stórmarkaði kaupir maður bara frá degi til dags - konseptið "fara í búðina" er úrelt. Það er svo sem ágætt.
January 27, 2025 at 4:56 PM