Egill Óskarsson
banner
egillo.bsky.social
Egill Óskarsson
@egillo.bsky.social
Naggrísahirðir með þægilega fjarveru.
Í dag á ég 20 ára starfsafmæli í leikskólanum mínum. Sem er ótrúlegt því að mér líður eins og ég sé ennþá 25 ára!*

*nema þegar ég stend upp of hratt. Eða beygi mig niður of hratt. Eða hleyp of hratt. Eða geri bara eitthvað hratt.
January 26, 2025 at 12:49 AM
Fór með dóttur á kvöldvakt Domus í gær.

Mínútur 1-5: Ég að segja hvað væri að, læknir að skoða augu, eyru og hlusta á lungu.

Rest af heimsókn: læknir að setja lyf í gáttina og að ræða við hana um bókina sem hún er að skrifa um naggrísaskóla.

Það er svo gott að hitta góða barnalækna.
December 14, 2024 at 7:43 PM
Ógeðslega næs að Plie sé í Sporthúsinu og geta hreyft sig á meðan börnin eru á æfingu. Dóttir mín elskar að geta kíkt út um salinn þeirra á teygjusvæðið undir lok tíma og veifað mér.

Eina sem ég þarf að muna er að veifa ekki til baka í miðjum planka næst.
December 7, 2024 at 5:34 PM
Veit einhver af hverju Byko ákváðu að skipta út gömlu, nothæfu síðunni sinni fyrir þetta spagettí sem þau eru með núna? Það eina sem mig vantar frá svona síðu er að geta skoðað vörur, sem er nokkurn veginn það eina sem ég get ekki gert á nýju síðunni.
January 27, 2024 at 9:39 PM
Það var myndataka í skólanum í vikunni og sex ára barnið valdi sér lúkk. Ef hún væri ekki getin í tilraunaglasi í Tékklandi færi ég fram á faðernispróf. Ég gæti reynt það sem eftir er án þess að vera jafn töff.
October 27, 2023 at 1:47 AM
Árið 2023 virðist fólk loksins vera tilbúið að ræða upphátt það sem var búið að hvísla um í áratugi. Því miður fyrir marga unga stráka þá var helgimyndin af sr Friðriki of sterk þar til núna. Vonandi koma ekki fleiri svona dæmi upp. Ég er samt ekki vongóður.
October 27, 2023 at 1:23 AM
Beið með að losa mig við villimannalúkkið aðeins lengur en ég ætlaði til að leyfa skegginu að vera viðfangsefni í prófi í Tækniskólanum. Vel þess virði, skeggið fékk langþráð dekur og ég bara talsvert sætur á eftir.
September 24, 2023 at 8:59 PM
Í dag fögnuðum við ástinni með foreldrum mínum sem endurnýjuðu hjúskaparheitin eftir 41 árs hjónaband. Pabbi hringdi í mig í dag og bað mig um að koma með regnbogafána, það væri ekki hægt að hafa svona gleði í dag án hans.

Til hamingju með daginn!
August 12, 2023 at 11:21 PM
Reskeet with picture/age

41
August 6, 2023 at 8:04 PM
Extra kósý að fara í kósýgalla ef fólk er almennilega blautt eftir tveggja tíma sull í rigningu.
August 6, 2023 at 7:42 PM
Er að hugleiða bæjarrölt með fjölskyldunni á morgun. Veit einhver hvort markaðurinn á Ingólfstorgi sé opin fyrir öll eða er þetta bara fyrir þau sem eru með passa á Innipúkann?
August 5, 2023 at 9:49 PM
Hvað hafið þið eignast nýlega sem þið skiljið ekki í dag að þið hafið komist af án áður?

Þessi fjölnotasög kom inn í líf mitt fyrir framkvæmdir á baði og ég held að ég hafi aldrei notað neitt verkfæri sem ég hef eignast jafn mikið á eins stuttum tíma. Hún gerir allt!
August 4, 2023 at 9:44 PM
Ég lofaði að vera skemmtilegur hérna megin. Ég veit ekki hvort það þýðir að ég setji bara inn myndir af naggrísum en við skulum allavega byrja þannig. Hér eru Alice og Bersi. Bersi, áður þekkt ae Pabbagrís, er (marg)nefnd af syni mínum sem trúir ekki á úreltar hefðir um kynjuð nöfn á gæludýrum.
August 4, 2023 at 8:54 PM