Birgitta Jeanne
banner
birgittan.bsky.social
Birgitta Jeanne
@birgittan.bsky.social
Ég er 5 englabarna móðir. Ég er líka listamaður með adhd, ptsd, endó, pcos ofl. Ætli ég sé ekki að safna stafrófinu bara. Mitt helsta markmið núna er að lifa af ❤️
Uppfært: Fengum staðfest í kvöld að börn tóku þessa hluti og höfðu ekki gert sér grein fyrir tilfinningalegu gildi þeirra. Öllu hefur nú verið skilað á leiðið. Þökkum skjót viðbrögð viðkomandi fjölskyldna og erum þakklát að hlutirnir hafi fundist og séu komnir á sinn stað hjá börnunum okkar aftur ❤️
October 9, 2023 at 8:23 PM
Hver stelur af barnaleiði?

Förum í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Í dag sjáum við að það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki. Hjartaskornir agat steinar sem standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur.

Grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim❤️
October 8, 2023 at 4:36 PM
Hverfið mitt kosningin hálfnuð og komin 1048 atkvæði fyrir hugmyndirnar í Laugardal. Og stór auka bónus að vera loksins búin að finna fólkið mitt hér á nýja forritinu. Svo mikið gott í hjartað ❤️

hverfidmitt.is
September 20, 2023 at 5:03 PM
Ég er ekki með marga vini hér á Bláhimni ennþá en prufa að setja þetta hér inn þrátt fyrir það ❤️

Alexöndruróló er róló í Vogabyggð til minningar um dóttur mína Alexöndru Eldey og er nú í kosningu í verkefninu Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg.

Innilega þakklát fyrir atkvæði, deilingar og stuðning ❤️
September 16, 2023 at 10:00 AM