Ásþór Sævar
banner
asthorsaevar.bsky.social
Ásþór Sævar
@asthorsaevar.bsky.social
Come for the random facts, stay for the puns.

Samt mest bara langar útskýringar á smáatriðum sem fáir aðrir hafa áhuga á.
Starfandi forseti Alþingis er Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Ef ekki væri fyrir þá staðreynd að karl er forseti Hæstaréttar væru bæði forseti Íslands og allir staðgenglar hennar konur í fyrsta skipti.
December 21, 2024 at 12:34 PM
Á ríkisráðsfundinum þar sem ráðuneyti Kristrúnar tekur við mun Bryndís Hlöðversdóttir, ritari ríkisráðs, hafa næstlengstu reynslu af störfum ríkisráðs, tæplega fimm ár.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er næst í röðinni hvað varðar reynslu af störfum ríkisráðs, rúmlega fjóran og hálfan mánuð.
December 21, 2024 at 12:30 PM
Mér sýnist þó að enn sé notast við leturgerðina courier í póstlögðum bréfum umboðsmanns. Aldrei að vita hvort því verði breytt þegar nýr umboðsmaður tekur við eftir 10 til 15 ár.
December 20, 2024 at 5:21 PM
Burtséð frá því hvort fresta þurfi kjörfundum, þ.e. rjúfa kosningu á stöku kjörstað og halda áfram á morgun, eða talning tefjist fram á morgundaginn, þá þarf eiginlega að bæta við skýrri heimild í lögum til að halda kjörfund yfir tvo daga að vetri. Óvissan um útfærslu er ekki til fyrirmyndar.
November 30, 2024 at 12:50 PM
Nú fer að koma sá tími að gott væri að heyra frá kjörstjórnum hvort eitthvað plan B eða C verði eða verði mögulega virkjað. Það er eflaust verið að bíða eftir hvort Veðurstofan gefur út viðvörun.
November 28, 2024 at 11:08 AM
Það fer þó alveg eftir hvaða prótókol kjörstjórnir ætla að virkja. En ef veður hamlar færð verulega á kjördag þá verður eiginlega á bíða þar til veðri slotar. Allir eiga að geta sótt venjulegan kjörfund. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er ekki hugsuð í þessum tilgangi.
November 27, 2024 at 10:13 AM