Árni Pétur Árnason
banner
arnipeturarnason.bsky.social
Árni Pétur Árnason
@arnipeturarnason.bsky.social
Núverandi sagnfræðinemi, fyrrverandi sumarskjalavörður, viðvarandi bókavörður og ævarandi áhugabassabásúnuleikari.
Formaður Pírata í Kópavogi.
hann/hans
Jæja, ætli maður kjósi ekki þessa Pírata 💜💜
November 18, 2024 at 3:54 PM

Þrír mánuðir síðan ég hætti að vera 21 en er búinn að:
-Hætta í vinnunni
-Skrá mig í framhaldsnám
-Tók sæti í lista- og menningarráði í Kópavogi
-Orðinn gjaldkeri Lúðrasveitar verkalýðsins
-Mæta einu sinni í ræktina (í gær, páskasamviskubit)
-Borga allar skuldir og farinn að safna

(Myndir: 21/22)
April 3, 2024 at 7:03 PM
Ef einhver er að leita að nafni á son sinn, þá legg ég til Ómjúkur. Í höfuðið á Oddapresti á 13. öld
April 3, 2024 at 6:55 PM
Hvert ætli kjaltan fari þegar maður stendur upp? Hún bara hættir að vera á lærunum á manni
March 20, 2024 at 12:33 AM
Sneak peak úr BA-ritgerðinni minni:

Að meðaltali dugði ostaskattur Odda á Rangárvöllum á 13. öld til að halda uppi sex manns í heilt ár (hér er miðað við að allir sex borði bara ost, allt árið).
March 10, 2024 at 9:54 PM
"Fun" fact: það tekur 4 sólarhringa, 23 klukkustundir og 28 mínútur að taka strætó frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða, ef lagt er af stað á mánudagsmorgni.

Akstursvegalengdin er tæpir þrír tímar.
March 1, 2024 at 2:43 PM
Reposted by Árni Pétur Árnason
i know not with what instruments Mambo No. 6 will be played with. but Mambo No. 7 will be played with sticks and stones
January 9, 2024 at 9:20 PM
Getum við plís fengið Katrínu Odds í framboð? Tikkar í öll boxin til að verða forseti
January 3, 2024 at 11:54 AM
Byrjaði árið á að rífa af mér tánögl og detta niður stiga, háedrú. 2024 lofar góðu.
January 1, 2024 at 4:48 PM
Alltaf leiðinlegt að vera leiðinlegur en _af hverju_ var Dóra Jóhanns ekki fengin aftur til að leikstýra skaupinu? Hún leikstýrði einu besta skaupi allra tíma og síðan fylgir svona slakt skaup? Varla punchline í sketsunum, allt of löng tónlistaratriði og budgeti sóað í celeb í stað leikara #skaupið
January 1, 2024 at 1:26 AM
Það líða ekki 5 mínútur í þessum fréttaannál án þess að minnst sé á fokköpp frá Bjarna Ben. Karlinn er iðinn, hann má eiga það.
December 31, 2023 at 10:24 PM
Þá er kominn tími til að strengja nýársheit, ætla að hafa þau í raunhæfari kantinum þetta árið:

1. Verða betri að prjóna
1.1 Læra að prjóna kaðla
1.2 Prjóna lopapeysu
2. Fara oftar í sund, helst 52x
4. Mála svefnherbergið appelsínugult
3. Fara á Patreksfjörð

Gangi mér og ykkur vel á nýju ári 🥳🥳
December 31, 2023 at 8:16 PM
@siggaosp.bsky.social með dúndur leynivinagjöf sem hitti beint í mark. 20+ leynibækur um sagnfræði af hinum ýmsu fríbókasöfnum!

Takk kærlega, kæra Sigga Ösp! Dembi mér í þær um leið og ég klára bókaflóðsbækurnar.

Mikið rosalega hlakka ég til að taka aftur þátt á næsta ári #leynitwinur
December 31, 2023 at 8:06 PM
Í dag er góður dagur. Fleiri þriðjudagar mættu vera svona.
October 10, 2023 at 12:00 PM