Arndís Þórarinsdóttir
banner
arndisdunja.bsky.social
Arndís Þórarinsdóttir
@arndisdunja.bsky.social
Ég skrifa bækur - sú nýjasta heitir Sólgos. www.arnd.is/solgos
Það er eitthvað við konseptið "blygðunarspjald" á skrifborðum sem fær mig til að sjá fyrir mér heilu salina af buxnalausum möppudýrum...
January 9, 2026 at 3:11 PM
Þegar maður hnussar ofan í bringuna - og fattar um leið hvað maður er orðinn ægilega gamall: Nú, ef þetta hefði þótt saga til bæjar árið 1997, þá hefði nú ekki ýkjamargt annað komist í fréttir...
January 5, 2026 at 7:39 PM
Er það áramótaheit að skrifa meira? Ég krotaði niður svona sirka allt sem ég veit um málið. open.substack.com/pub/thorarin...
December 30, 2025 at 11:09 PM
Að vera smug... eða að vera drýldin? Afdráttarlaust 1-0 fyrir íslenskunni. Drýldinn er miklu drýldnari.
December 27, 2025 at 6:59 PM
Gamansaga dagsins: Þegar ég var lítil varð ég mjög impóneruð þegar landbúnaðarráðherra var boðinn í mat heima. Okkur systrum var falið að útbúa glasakort og ég, upprifin, teiknaði bústna á í íslenskum haga og skrifaði HALLDÓR þvert yfir síðu rollunnar. Ég var beðin um að teikna kortið aftur.
December 17, 2025 at 3:26 PM
Síðbúið útgáfuboð? Ofurlítil jólagleði? Bókapartý? Það er sama hvaða nafni við viljum nefna það, mér þætti vænt um að sjá þig kl. 17:00 á morgun! 🥰 www.facebook.com/events/83221...
December 8, 2025 at 5:57 PM
Við Jóhannes Ólafsson áttum gott spjall um Sólgos og aðrar bókmenntir fyrir þátt vikunnar af Bara bækur - en þar voru bókmenntir sem skoða samfélög á heljarþröm til rannsóknar. Aðrir viðmælendur voru Nanna Rögnvaldardóttir og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson. Hlekkur hér að neðan!
November 17, 2025 at 2:56 PM
Ég skjalfesti niðurstöður lestrarrannsóknar sem hafði mikil áhrif á mig sem höfund. Hægt að gerast áskrifendur að Substack hjá mér! thorarinsdottir.substack.com/p/bkur-sem-e...
Bækur sem er ekki hægt að hætta að lesa
Hávísindaleg rannsókn Arndísar og Ævars haustið 2022
thorarinsdottir.substack.com
November 14, 2025 at 6:04 PM
Ég er fáránlega spennt fyrir hinni árlegu Bókahátíð í Hörpu sem er um helgina. Þar bjóðast ýmis tækifæri til þess að hitta mig, spjalla og fá áritun. Ég vonast til þess að sjá ykkur sem flest!
November 13, 2025 at 5:03 PM
Sólgosi er dreift í verslanir í dag. Í nýjasta Substack-pistlinum mínum má lesa aðeins um það hvað ég var að pæla! thorarinsdottir.substack.com/p/solgos-kem...
October 28, 2025 at 1:02 PM
Það er búið að tala þessa yfirvofandi snjókomu svo mikið upp að mínu innra hörmunga-dýri finnst langskynsamlegast að halda okkur bara innanhúss frá og með núna og fram á fimmtudag, til vonar og vara.
October 27, 2025 at 10:39 AM
Nei, þetta er of krúttlegt! 🥺🥰
Góða skemmtun með Kúnstpásu - og vonandi á M&m góða ferð í vændum til Kanada :D
Just finished my book at the same time as the woman next to me on the plane finished hers, which prompted a discussion about our books, which resulted in us switching books. Now I have a new, unread book, and mine will travel on to Boulder, Colorado. And to think I almost took my Kindle instead.
July 16, 2025 at 9:56 AM
Þætti það alveg kúl ef meginstraumsfjölmiðlar skrifuðu sambærilegar greinar um konur? 🤔
Hvernig á að ná sér í „golden retriever“-kærasta?
Fyrst og fremst er „golden retriever“-kærasti þekktur fyrir að vera traustur; hann heldur ekki framhjá og gleymir ekki viðburðum. Hann gæti jafnvel fært þér blóm.
www.mbl.is
April 20, 2025 at 9:55 AM
Nútíminn. Svo hjálplegur! 🤔
March 20, 2025 at 9:41 AM
Það bar til um þessar mundir að yngri unglingurinn óx mér yfir höfuð. Kom nokkuð flatt upp á mig. Annað sem kom flatt upp á mig var hvað ég reynist hafa tamið mér ávarpið "litli vinur" þegar ég tala við téð afkvæmi.
...Viljið þið giska hver er núna kölluð "litli vinur" í öðru hverju samtali?
March 10, 2025 at 6:20 PM
Þrúgandi táknræna í vanilludropaglasinu sem hefur brotnað í gær án þess að nokkur yrði þess var, hangir saman á límmiðanum og virðist því stálheilt, nema hvað varðar þetta smámál með að innvolsið lekur hægt út um sprungurnar...
February 20, 2025 at 5:22 PM
Afi hringdi í mig. Er að pæla í að skella sér á árskort í ræktinni. Það er sjáðu til svo miklu hagstæðara en mánaðarleg áskrift.
Afi er fæddur 1924.
February 15, 2025 at 5:50 PM
Þennan Valentínusardag fylgist ég með nágranna mínum brjástra við að rekja upp grenilengjurnar af handriðinu og kærleikurinn til mannkynsins svellur í brjósti mér! Við erum öll grenilengjumaðurinn í febrúar.
February 14, 2025 at 5:20 PM