Vísindavefurinn
banner
visindavefurinn.bsky.social
Vísindavefurinn
@visindavefurinn.bsky.social
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Gestir geta lesið á vefnum svör við spurningum um flest milli himins og jarðar og einnig lagt fram nýjar spurningar
Í gær bárust fréttir af því að framhlaup væri hafið í Dyngjujökli, en það gerðist síðast um aldamótin. En hvað er framhlaup í jöklum og hversu langt og hratt geta jöklar skriðið í framhlaupum? Helgi Björnsson svarar því.
#framhlaup #jöklar
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
November 14, 2025 at 8:22 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Sunnefa spurði: Hvers vegna var farið að nota ritháttinn „söngur“ í stað „saungur“ eins og sést oft í blöðum frá byrjun 20. aldar? Sama á við „öngull“ sbr. „Aungulsstaðir“ eða „Aungulsstaðahreppur“ sem nú er ritað „Öngulsstaðir“.
#söngur #saungur
November 13, 2025 at 10:19 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
Guðmundur Reynir spurði: Nú er í einhverjum fjölmiðlum sagt frá því að vísindamenn hafi ræktað fram útdauðan úlf, dire wolf eða ógnarúlf. Hvað geturðu sagt mér um þessa tegund?
#ógnarúlfur
November 12, 2025 at 10:01 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Ýmsar mælingar í stjarneðlisfræði benda til þess að alheimurinn sé að þenjast út. Alheimurinn virðist því hafa verið þéttari og heitari í fortíðinni. Með rannsóknum á örbylgjukliðnum öðlumst við innsýn í frumbernsku alheimsins.
Jón Emil Guðmundsson svarar.
November 11, 2025 at 9:21 AM
Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra, háð mismunandi orkueiginleikum efna í samræmi við skammtafræðina. Þannig geta litrófsmælingar efna nýst til að greina efni í efnasýnum.

www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Ágúst Kvaran svarar.
November 10, 2025 at 10:54 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
Fullyrðing úr skammtafræðinni segir að massaagnir hafi í reynd bylgjueiginleika. Þetta fyrirbæri er kallað tvíeðli efnisins.
Ágúst Kvaran, prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ, svarar spurningunni Hvernig skýrir skammtafræðin atóm og frumefni?
#skammtafræði
November 7, 2025 at 9:28 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
Árið 2025 er alþjóðlegt ár skammtafræðinnar. Af því tilefni birtir Vísindavefurinn nokkur myndbönd um skammtafræði. Fyrsta myndbandið fjallar um myndun atóma, allt frá upphafi alheims í Miklahvelli. Ágúst Kvaran fer yfir málið.
#skammtafræði #Miklihvellur
November 6, 2025 at 9:42 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

"Til að svara þessari spurningu er hentugt að byrja á því að skilgreina hugtakið læknisfræðileg eðlisfræði (e. medical physics)."

Þrír læknisfræðilegir eðlisfræðingar svara spurningunni: Hvað gera læknisfræðilegir eðlisfræðingar á Íslandi?
November 5, 2025 at 10:17 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

"Ljóst er að langflestir íslenskir uppskafningar eru frá sextándu og sautjándu öld, en elstu dæmin er að finna í elstu varðveittu handritsbrotunum. Algengast var að kirkjulegir textar á latínu sem tengdust kaþólsku kirkjunni hefðu verið skafnir burt [...]"
November 4, 2025 at 9:15 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

- Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?

Skammdegi hefst ekki á sérstökum degi heldur er talið ná frá síðari hluta nóvembermánaðar og fram yfir miðjan janúar, það er þegar sólargangur er stystur og þar til dagana tekur að lengja.
#skammdegi
November 3, 2025 at 9:11 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Eru þekkt dæmi um aðra íslenska fjöldamorðingja en Axlar-Björn? og Er eitthvað sannleikskorn í sögum af Kjósarmorðingjanum?
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, svarar því.
#fjöldamorðingjar
October 31, 2025 at 9:28 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
„Rannsókn sem birtist árið 2025 í tímaritinu Ecology Letters sýnir að hefðbundin flokkun plantna, sem byggist á útlitseiginleikum fræja og ávaxta, er ekki áreiðanleg vísbending um hvernig plöntur dreifast í raun og veru."
Pawel Wasowicz svarar spurningunni.
October 30, 2025 at 9:00 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Eins gott að leysa úr þessu! "Góðan dag. Hér á kaffistofunni hafa skapast djúpar rökræður um það hvaða höfuðborg liggi nyrst. Ég (Tómas) vil meina að það sé Reykjavík en hann Þorgeir vinur minn vill meina að það sé Nuuk. Nú þurfum við að fá þetta á hreint."
#Nuuk
October 29, 2025 at 9:27 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

- Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð?
"Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið Sturla eftir því sem best er vitað er fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð."
#Sturla
October 28, 2025 at 5:17 PM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

"Í íslensku eru til mörg orð um snjó og snjókomu. Mikilvægt var hér áður fyrr, þegar fólk fór landshluta á milli ýmist gangandi eða á hestum, að lýsing á færi í snjó væri sem gleggst."
October 28, 2025 at 9:39 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

„Ef nógu margt fólk er farið að nota eitthvert orð, orðasamband, merkingu, beygingu eða framburð á þann hátt að málumhverfi þess [...] samþykki þessa notkun, þá er hún orðin rétt.“
Eiríkur Rögnvaldsson svarar spurningunni Hvað er málvenja?
#málvenja
October 22, 2025 at 11:12 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Getur hagfræðin sagt til um hvenær væntingar til nýjunga (t.d. gervigreindar) verða of miklar og bólur myndast? Er til einhver reikniformúla til sem útskýrir þetta?
Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við HÍ, svarar því.
#bólur #hagfræði #gervigreind
October 21, 2025 at 9:30 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

- Af hverju er oft talað um réttlætiskennd?

Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við HÍ, svarar því af hverju við tölum um réttlætiskennd?

#réttlæti #réttlætiskennd
October 20, 2025 at 10:37 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

- Hvaða verðmætu jarðefni er að finna á Grænlandi?
"Grænland er nánast alfarið úr forkambrísku bergi gert en mestur hluti þess er jökli hulinn. Hið forna berg geymir einmitt mörg eftirsótt efni og jarðskorpuhreyfingar hafa allt frá upphafsöld komið við sögu."
October 17, 2025 at 9:30 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Kári Gylfason spurði: Hvers vegna freyðir kók mikið þegar því er hellt í ílát þar sem fyrir eru dreggjar af kaffi? (Bara nokkrir dropar af svörtu og sykurlausu kaffi.)
Emelía Eiríksdóttir efnafræðingur útskýrir af hverju þetta gerist.
#gosdrykkir #froða #kaffi
October 16, 2025 at 9:22 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

"Við Steinunn ræddum oft um þá á leið veturinn að myrða Jón, í hvaða ráði ég var heldur frekari. ... Ei minnist ég við deildum sama morgun og hann dó [...]"
- Hvaða traustu heimildir eru til um morðin á Sjöundá og hvað er hægt að lesa úr þeim? Már Jónsson svarar.
October 15, 2025 at 9:23 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
- Hvort á að skrifa Gaza eða Gasa á íslensku?
"Þetta er áhugaverð spurning sem ekkert eitt rétt svar er við. Þarna er um að ræða arabískt orð sem er ritað غَزَّة á frummálinu [...]" Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, svarar.
#Gaza #Gasa
October 14, 2025 at 9:27 AM
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, skrifaði nýlega tvö svör við spurningum um smáríki á Vísindavef HÍ.

Á föstudaginn var Baldur í afar fróðlegu viðtali í Samfélaginu á RÚV um sama efni (hefst 18:20): www.ruv.is/utvarp/dagsk...
#smáríki
Dagskrá útvarps - Spilari RÚV
Útvarp
www.ruv.is
October 13, 2025 at 3:38 PM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...
Hvaða verðmætu jarðefni er að finna í Úkraínu?
"Í stuttu máli: Úkraína er auðug af gjöfum náttúrunnar: steinkolum, olíu og jarðgasi, járni, nikkel, kvikasilfri, lanþaníðum, úrani, liþíni, mangani, títani, magnesíni, grafíti, fosfötum, kaolíni og steinsalti."
October 10, 2025 at 8:50 AM
www.visindavefur.is/svar.php?id=...

Gæti gervigreind tekið við af höfundum Vísindavefsins og svarað spurningum landsmanna um vísindi? Er það raunhæfur möguleiki? Stenst gervigreindin kröfur um áreiðanleika og vísindaleg vinnubrögð? Hafsteinn Einarsson svarar því.
#gervigreind #Vísindavefurinn
October 9, 2025 at 9:52 AM