Urður
urdur.bsky.social
Urður
@urdur.bsky.social
Stundum fæ ég tölvupósta þar sem ég er beðin að taka að mér prófaraklestur eða eitthvað í þeim dúr. Ég klappa sjálfri mér alveg svolítið á bakið fyrir að svara þeim ekki með athugasemdum um að það veiti greinilega ekki af svoleiðis.
Það er samt ekki af því að ég sé svo næs - ég vil bara fá borgað!
October 3, 2023 at 7:56 PM
Allt í fína VMA, það er ekki skóli á morgun. Eftir átta tölvupósta og ellefu sms er ég alveg búin að ná þessu!
September 28, 2023 at 6:42 PM
Leitarsagan mín á aldrei eftir að jafna sig á þessari þýðingu. Ég er á kafi í að gúgla jarðarfararsálma, sænskar bókmenntir og kristileg málefni.
September 19, 2023 at 5:10 PM
Inn á milli þýðinganna er ég að prófarkalesa bók sem er safn predikana einhvers prests. Það er ákveðinn séns að ég muni ranghvolfa augunum svo harkalega að þau detti úr!
September 12, 2023 at 3:00 PM
Þessum dömum fannst mjög ánægjulegt að ég skyldi taka mér smá pásu frá þýðingunum og leggjast hjá þeim í sólinni.
September 12, 2023 at 1:40 PM