Sólveig
banner
solveighauks.bsky.social
Sólveig
@solveighauks.bsky.social
Er bara að reyna að verða minna óviðeigandi


Bike-riding, book-reading, saxophone-playing neurodivergent nurse doing a master's in creative writing [she/her]
Leitarsagan mín er orðin svo furðuleg eftir þessa önn að Facebook er farið að stinga upp á að ég gangi í Introverted Christian meme grúppur.
April 26, 2025 at 2:22 PM
Litli besserwisserinn sem býr innra með mér þegar ég rekst á vandræðalegar staðreyndavillur í textaefni á random vefsíðum:
a man in a red shirt says tell em '
ALT: a man in a red shirt says tell em '
media.tenor.com
April 25, 2025 at 9:35 AM
Úr pósti frá kennara: "Bókin er á netinu þar sem ekki er nóg af bókum fyrir alla til að taka með heim..."

Frábært að námsefni sé aðgengilegt á rafrænu formi en... ÞAÐ ERU EKKI TIL NÁTTÚRUFRÆÐIBÆKUR FYRIR ALLA NEMENDUR!

Er ég óþarflega dramatísk?
April 22, 2025 at 3:10 PM
Mig vantar explainer á þetta hatur breskra lesbía í garð transfólks. Öll rökin sem þær bera á borð eru svo ótrúlega fucked up að ég trúi því bara ekki að neinn kaupi þetta. Mér finnst raunverulega auðveldara að setja mig í spor antivaxxera en þessara kvenna.
April 19, 2025 at 2:14 PM
Gleðilega páska til fólksins sem lá á bílflautunni í röðinni fyrir utan Sorpu fyrir opnun í morgun ☀️🐣
April 19, 2025 at 2:06 PM
Er að horfa á örverpið nota trackpad með þumlinum og nú finnst mér ég vera mjög gömul.
April 16, 2025 at 8:37 PM
Fyrstaheimsvandamál mín kristallast í því að ég á bara súkkulaði sem mér finnst ekkert spes.
April 1, 2025 at 6:52 PM
Enn einu sinni verð ég af foreldraverðlaunum vikunnar. Lengst uppi í Heiðmörk fæ ég símtal frá örverpinu: Mamma, hvenær á ég eiginlega að mæta á æfingu?

Var ég búin að gleyma þessari æfingu? Svo sannarlega. Var ég í aðstöðu til að bruna heim og skutla honum yfir í næsta hverfi? Heldur betur ekki.
March 22, 2025 at 12:34 PM
Disney myndir væru svo mikið þolanlegri ef ég mætti spóla yfir lögin.

Kveðja, fúla týpan 🤖
March 21, 2025 at 8:14 PM
Áttu raunverulega afmæli ef þú færð ekki afmælisósk á tölvupóstformi frá að minnsta kosti einu tryggingafélagi og nokkrum verslunum sem þú hefur ekki pantað frá síðan snemma í covid?
March 19, 2025 at 9:56 AM
Dagbókin mín er spot on í dag 🥲
March 18, 2025 at 6:12 AM
Enginn nýtur þess að vera í gallabuxum.
March 13, 2025 at 11:02 AM
Úrið mitt er með stillingu fyrir hafmeyjun (mermaiding) og klappstýrun (cheerleading) en ekki fyrir að hlaupa milljón ferðir upp og niður barnabrekkuna með tilheyrandi lyftingum, byltuvörnum og togi. Greinilega ekki hannað af barnafólki.
March 9, 2025 at 6:57 PM
Geggjað konsept að raða upp fullt af intróvertum til að kynna námsleiðina sína fyrir hinum intróvertunum sem gætu haft áhuga - í sal með vondri hljóðvist og loftræstingu frá upphafi síðustu aldar 🫠
March 1, 2025 at 4:08 PM
Hér var framinn rómantískur gjörningur. 21 ár 💐
February 23, 2025 at 4:22 PM
Þið spyrjið hverjir mínir helstu styrkleikar eru.

Því er auðsvarað. Ég er sérfræðingur í að ofmeta hversu miklu ég get komið í verk á stuttum tíma.

...

Ekki styrkleiki, segirðu? Of mikið að vera í fullu námi meðfram fullu starfi, segirðu? Ég skil ekki...
February 15, 2025 at 6:58 PM
Er það bara ég og Sjallarnir sem finnst hrikalega taktlaust að hvorki forseti né forsætisráðherra hafi mætt á minningarathöfnina í Auschwitz? Á þessum öfgahægri-uppgangstímum. Það fýkur í mig að heyra að Halla hafi bara verið að spóka sig með fjöllunni í staðinn fyrir að vera fulltrúi Íslands þarna.
February 5, 2025 at 7:11 PM
Af hverju megum við ekki bara öll vera heima hjá okkur í appelsínugulri viðvörun?
February 5, 2025 at 8:38 AM
Ekkert rosalega spennt fyrir þessum 🫎🌧️
January 31, 2025 at 8:09 AM
Þakklæti dagsins: ég er búin að vera úti í morgun, búin með janúar-þriðjudags-morgunumferðina eins og hún gerist verst og þarf ekki að gera neitt annað en að henda mér undir sæng, klára bókina sem ég er að lesa og jafnvel byrja á nýrri.
January 28, 2025 at 8:23 AM
Það versta við þessar yfirlýsingar Trumps Jr er að það er auðvitað hárrétt að Grænlendingar séu þriðja flokks borgarar í Danmörku. Það eru bara engar líkur á að þeim farnist betur undir Bandaríkjunum. Danir skammast sín alls ekki nóg fyrir hverning farið hefur verið með Grænlendinga.
January 10, 2025 at 8:45 AM
Ég: Þetta er svo geggjuð uppskrift! Ég er búin að vera að not hana í 15 ár 😋

*uppgötva að ég er búin að breyta hlutföllunum af öllu nema einu innihaldsefni*
January 8, 2025 at 6:20 PM
Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur þennan royal marblett en þá þyrfti ég líklega að opna onlyfans reikning 🍑 Ætli útivistarverslunin Everest sé til í samstarf? 🤡
Ég er týpan sem varð strax ótrúlega góð á gönguskíðum en renn svo á rassinn í tröppunum á leiðinni út úr gönguskíðabúðinni og get núna ekki setið á vinstri rasskinninni.
a cartoon girl in a purple dress holds a frying pan in front of a mirror
ALT: a cartoon girl in a purple dress holds a frying pan in front of a mirror
media.tenor.com
January 5, 2025 at 9:18 AM
Ég er týpan sem varð strax ótrúlega góð á gönguskíðum en renn svo á rassinn í tröppunum á leiðinni út úr gönguskíðabúðinni og get núna ekki setið á vinstri rasskinninni.
a cartoon girl in a purple dress holds a frying pan in front of a mirror
ALT: a cartoon girl in a purple dress holds a frying pan in front of a mirror
media.tenor.com
January 4, 2025 at 4:05 PM
Kona ein hafði tvær vikur til að klára verkefni en vegna veikinda og almennra anna er hún að byrja á því þremur dögum fyrir skil - eina dag þessa desembermánuðar sem hún getur eytt í það. Eftir ýmsar morguntafir sest hún niður, opnar tölvuna, brettir upp ermarnar - og tölvan bilar.

Gleðileg jól.
December 13, 2024 at 11:20 AM