Óskar Árnason
banner
angurvaki.bsky.social
Óskar Árnason
@angurvaki.bsky.social
Einn helsti borðspilasérfræðingur landsins, þriggja barna faðir í Árbænum og yfirfræsari.
Hvar er Grr Martin að djamma í kvöld?
November 14, 2025 at 11:33 PM
November 13, 2025 at 11:48 AM
„Það er auðvitað sérkennilegt og ótækt að fyrirtæki sem starfar á Íslandi skuli krefjast þess að fá gögn á ensku,“ skrifaði Eiríkur. „Þetta er þeim mun neyðarlegra sem Rapyd hefur lagt mikla áherslu á að það sé íslenskt fyrirtæki sem eigi „djúpar rætur í íslensku samfélagi“.
November 9, 2025 at 10:45 PM
Náði tveimur góðum; Reykjavíkurborg án línu, og Seðlabankinn.
November 9, 2025 at 5:48 PM
Jæja, þá er miðflokkurinn á Twitter kominn á hrámjólkurvagninn.
November 5, 2025 at 6:43 PM
Tvíþekja?
November 3, 2025 at 5:00 PM
Það var nokkuð sársaukalaust að samþykkja það loksins með þjósti að fara yfir í Windows 11, en öllu verra að allt sem tengist hljóði virðist vera í fokki.

Þurfti að henda út drivernum fyrir hljóðnemann í Bluetooth heyrnartólunum af því að það defaultaði í Hands-Free mode með hryllilegum hljóðgæðum.
November 2, 2025 at 1:35 PM
Hey, munið þið þegar allt var á kafi í snjó?

Það var sko klikkað, hahaha!
November 1, 2025 at 11:52 AM
Bara að það væri til einhverskonar rafrænt kerfi til þess að kjósa formann.
Ekki það að það vanti fleiri nagla í líkkistu Pírata, en mér þykir þessi ákvörðun um að leggja kosningakerfinu alveg fáránleg.

Þó að þáttakan hafi aldrei verið mikil þá fannst mér bæði getan til þess að viðhalda x.piratar.is og nota vera grunnstoð sem greindi þau frá öðrum flokkum.
October 30, 2025 at 9:22 PM
October 29, 2025 at 11:35 AM
Eins og fleiri var ég gripinn með allt niður um mig á sumardekkjum.

Það tók mig tvo tíma að komast í vinnuna með strætó.
October 29, 2025 at 10:35 AM
Nú var þriðja þýðingin af Hobbitanum að lenda í búðum, og ef einhver skyldi hafa áhuga þá eru hér myndir af fyrstu síðunni af þeim öllum:
October 26, 2025 at 10:36 PM
Góð vika í góða.

Ég man ekki hvenær tengdó var að tala um Ferðina til Stjarnanna, en það er komið svolítið síðan. Svo rámaði mig í að einhver á Facebook hefði verið að leita að Seiðskrattanum á Logatindi en sá reyndist vera póstur frá 2021.

Vegir þess hvað ég man eru órannsakanlegir.
October 25, 2025 at 12:26 AM
Turnin, Kópavogi.
October 23, 2025 at 11:48 PM
October 21, 2025 at 8:18 AM
Twitter er orðið að Tinder fyrir Miðflokkinn
October 15, 2025 at 7:40 PM
Mig vantar gervifrétt um að starfsemi PCC Bakki Silicon verði flutt frá Húsavík á Glerártorg.
October 14, 2025 at 11:53 AM
Gerlach
Poland
October 13, 2025 at 3:16 PM
Nú er tækifærið!
October 4, 2025 at 5:06 PM
Mér finnst umræðan um snjallsíma í grunn- og framhaldsskólum svo fyndin.

Tökum hana af alvöru þegar okkur hefur tekist að ná bílstjórasætinu snjallsímalausu.
October 4, 2025 at 4:08 PM
Mér finnst gagnrýni á hallarekstur RÚV svo fyndin.

Í fyrsta lagi - Hverjum er ekki drull,

og í öðru - Ríkisútvarpið fær ekki útvarpsgjaldið í eigin vasa.

Úbbs, við þurfum aðeins stærri sneið af kökunni sem var bökuð fyrir okkur.
September 30, 2025 at 6:19 PM
Er ég einn um það að hafa enga trú á því að Margrét Friðriksdóttir sé að þróa umhverfisvænar plastumbúðir, hvað þá að þetta séu alvöru verðlaun?

Þessar heimasíður sem hún vísar í eru innan við árs og örfárra mánaða gamlar.
September 28, 2025 at 6:38 PM
Ég skil ekki hvernig þessi mynd á alltaf við.
September 23, 2025 at 10:38 AM
Mitt peak male confidence þessa stundina er að halda að ég geti sest niður og þýtt bók.

Ég ber þess þó visku að það sé ekki fræðilegur möguleiki að klára meira en eina síðu ef ég stranda ekki á titlinum.
September 22, 2025 at 7:43 PM
Fyrir peninginn þá eru þessi litlu Kolvatten ljós eitt skemmilegasta quality of life upgrade sem ég hef sett upp.

Engin snúra í rafmagn, bara hleðslubatterí sem þarf ekki að taka úr til þess að hlaða með usb-c.

www.ikea.is/is/products/...
September 20, 2025 at 3:09 PM