Lestaflokkurinn
banner
lestaflokkurinn.bsky.social
Lestaflokkurinn
@lestaflokkurinn.bsky.social
Boomerarnir eru ruglaðir.
June 15, 2025 at 1:33 PM
Ég mæli ekki með njarðvísku aðferðinni þegar kemur að biðstöðvum strætisvagna.
May 24, 2025 at 8:39 AM
Krúttleg 19. aldar götumynd og næg bílastæði!
May 20, 2025 at 1:51 PM
Sjáið þetta bara.
April 16, 2025 at 4:38 PM
Náttúran setur líka byggð á höfuðborgasvæðinu ákveðin vaxtarmörk sem er ekki skynsamlegt að fara yfir (þó að það hafi reyndar verið gert sumsstaðar nú þegar). Í raun getur byggð á höfðuborgarsvæðinu ekki þróast út á við nema í norðurátt.
April 9, 2025 at 2:02 PM
Menn eru alveg farnir að undirbúa jarðveginn. 😎
March 31, 2025 at 6:57 AM
Annars held ég að Icelandair sé ekki búið að segja alla söguna með þessar Dash 8-200 vélar. Þær eru kannski þær einu sem er hægt að nota á Ísafjörð, en þær eru samt oft notaðar líka á Egilsstaði og stöku sinnum á Akureyri. Verður flogið jafn oft á þessa staði ef alltaf þarf að nota stærri vélar?
March 5, 2025 at 9:45 AM
Fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins liggja þannig að það væri hægt að tengja þau öll saman með einni járnbrautarlínu og svo alþjóðaflugvöllinn að auki. Ég held að fæstir skilji einu sinni hve gríðarlegur ávinningur væri af slíku og hvers konar tækifæri það myndi búa til.
February 11, 2025 at 8:57 AM
Á sínum tíma var nefnilega alveg hægt að ræða þau augljósu sannindi að flugvallarstarfsemin á ekkert heima í þéttbýlinu af öryggisástæðum einum saman. Skynsamur framsóknarmaður í borgarstjórn áttaði sig vel á þessu 1988 þegar hann gerði tillögu um brotthvarf flugstarfsemi úr miðborginni.
February 7, 2025 at 10:32 AM
Pössum okkur nú á því að bakslagið við þessum græna skemmuvegg sem allir hata réttilega verði ekki til þess að það verði engu hægt að breyta í borgarumhverfi af því að það gæti varpað skugga og skert útsýni. Á endanum fylgir það dálítið borgarlífi að umhverfið er breytilegt.
January 20, 2025 at 6:37 AM
Það kórónar svo heimskuna og illskuna í þessu öllu að aðstaða farþeganna í þessar rándýru flugrútur er líka óboðleg. Umferðarskipulag á svæðinu er óreiðukennt (jafnvel hættulegt) og merkingum ábótavant. Farþegar hírast í röðum algjörlega óvarðir fyrir blíðviðrinu á Miðnesheiði.
January 5, 2025 at 8:43 AM
Nostalgíuhópar á Facebook eru alveg kostulegt dæmi. Svaka líf og fjör í bænum í gamla daga.
December 30, 2024 at 4:31 PM
Fleira er bagalegt. Húsnæðis- og skipulagsmál verða færð undir Félagsmálaráðuneyti Ingu Sæland.

Samfylking og Viðreisn hafa semsagt gefið eftir þessa stóru málaflokka til flokks sem hefur verið alveg á skjön við stefnu S og C í borginni í þessum málum.

Var Valkyrjustjórn þess virði?
December 25, 2024 at 10:41 AM
Þetta er ferlega almennt orðalag. Stuðningur við Borgarlínuna er a.m.k. ekki afdráttarlaus.
December 22, 2024 at 1:40 PM
Það er kominn september. Það þýðir bara eitt...

Það er komið heilt ár síðan stóri starfshópurinn um almenningssamgöngur við Keflavíkurflugvöll átti að skila af sér tillögum um varanlegar umbætur á þjónustunni. Það eru liðin tvö sumur síðan það áttu að koma bráðabirgðatillögur!
September 18, 2024 at 6:36 PM
Hógvær tillaga. Ekki segja vonda fólkinu á hinum staðnum frá.
October 9, 2023 at 4:31 PM
Fleiri strik. Leiðakerfi og sérrými Borgarlínu skv. fyrirliggjandi áætlunum.
September 30, 2023 at 7:56 PM
Unnið með strik á korti
September 30, 2023 at 3:07 PM
Góð hugmynd hjá þessum. Það mætti alveg "up-zone"-a Arnarnesið allt. Opna strandlengjuna fyrir almenning og leyfa uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram henni. Af hverju ekki að leyfa fleirum að njóta sjávarlóðanna?
September 8, 2023 at 12:56 PM
Er það ekki einhver regla svona í lífinu almennt að maður eigi helst að reyna að efna það sem maður skrifar undir.
September 8, 2023 at 8:34 AM
Amerísk hraðbrautafræði þar sem allt snýst um "þjónustustig" bílaumferðar á kostnað alls annars sætir sem betur fer meiri gagnrýni núna. Þetta er hugmyndafræði sem virkar ekki í þéttbýli. En af hverju skildu valdamenn og sérfræðingar þetta ekki, og skilja reyndar sumir ekki enn?
August 29, 2023 at 12:46 PM
Á fuglasíðunni hefur áður verið minnst á brjálaða skýrslu frá 2007 þar sem bílheilinn var í hámarki. Í því góða plaggi var því haldið fram að lestarsamgöngur væru ekki raunhæfar nema í borgum með yfir milljón íbúa. Eins og við vitum og sjáum er þetta hreinlega lygi.
August 29, 2023 at 12:45 PM
Þetta er ekki heldur það að þetta sé bara gamalt stöff sem þessar borgir sitja uppi með frá 19. öld. Borgir af þessari stærðagráðu hafa verið að byggja ný svona kerfi á þessari öld. Þar á meðal frændþjóðirnar Norðmenn og Danir.
August 29, 2023 at 12:44 PM
En nei, Plauen er ekki undantekning. Margar þýskar borgir af þeirri stærð sem Reykjavík er orðin (og margar minni en það) eru með sporvagna/lestakerfi. Staðir sem við heyrum sjaldan nöfnin á nema mögulega í samhengi við það að íslenskir handboltamenn spili hjá lókal liðinu.
August 29, 2023 at 12:42 PM
Þetta er semsagt frekar smá borg, með innan við helming íbúafjölda Reykjavíkur. En Plauen hefur samt dálítið sem Reykjavík hefur ekki. Plauen er með sporvagnakerfi. 6 leiðir sem keyra á 16,4 km af teinum. Keyrir á rafmagni eins og alla tíð síðan 1894, orkuskiptin löngu búin...
August 29, 2023 at 12:41 PM