Inga Sauðbjörg
banner
ingaausa.bsky.social
Inga Sauðbjörg
@ingaausa.bsky.social
Fagfótóbombari á regnbogastígnum.
Fimm af sex forsetum hafa verið karlar. Síðastliðin 28 ár hefur karl verið forseti. Samt sé ég bara tillögur af körlum í embættið á samfélagsmiðlum. Bogi, Dóri, Palli, Halli... Allt fínir karlar en eigum við ekki aðeins að íhuga tilbreytingu?
January 1, 2024 at 3:44 PM
"Taggaðu þann sem á dauðvona dýr..."
November 30, 2023 at 6:27 PM
Nú mætti koma almennileg rigning til að þvo burt æluna fyrir utan húsið mitt. Að búa í miðborginni hefur marga kosti. Og einhverja galla.
November 26, 2023 at 12:44 AM
Naglaskærin mín ætla að vera Mirabel Madrigal á öskudaginn...
November 10, 2023 at 3:32 PM
- Starri minn, þú verður að biðja um leyfi áður en þú gerir svona.
- En ég veit ekki hvar Leifur* á heima?

*Leifur er stuðfaðir hans.
November 10, 2023 at 11:50 AM
Ég heiti Inga Straumland. Í morgun er einhver kona búin að hringja tvisvar í mig og biðja mig um að fletta upp kennitölu...

...hún er að reyna að hringja í Straumlind.
November 10, 2023 at 11:26 AM
Vífrengja - þegar karlar véfengja konur þrátt fyrir að þær séu fróðari um viðfangsefnið. Náskylt hrútskýringu.
November 5, 2023 at 9:30 AM
En jájá, höldum endilega áfram að upphefja víkinga og troða styttum af þrælahöldurum á okkar virðingarverðustu staði.
Hello!

By popular demand, a thread on Viking slavery.

Needless to say, this entire thread may be triggering, especially the last several skeets. So, please, consider this first message a trigger warning. I’m going to be talking about some truly awful acts and behavior. Please be warned.

1/37
November 5, 2023 at 9:22 AM
Fyrir mörgum vikum sullaðist cumin-duft á gólfið, sem ég ryksugaði með skaftryksugunni minni. Og síðan þá gýs upp indverskur cumin-ilmur alltaf þegar ég ryksuga því filterinn er fullur af kryddi.
October 13, 2023 at 11:55 AM
Mmmmm... Einmitt það sem mig langaði í.
October 11, 2023 at 10:46 PM
Ég saumaði tvær tölur á flíkur í dag og finnst ég þar með hafa tekist á við allar skyldur mínar sem fullorðin manneskja.
October 8, 2023 at 5:47 PM
Síróp án samvisku? Hver vill heiðarlegt síróp? Ég vil mitt síróp samviskulaust og siðblint.
October 3, 2023 at 10:05 AM
Einhver kennari hjá HÍ passar ekki upp á að kennsluhelgar sem áður hafa verið á jöfnum vikunúmerum séu það áfram á næstu önn, og það þýðir að fyrrverandi maður núverandi konu fyrrverandi konu núverandi konu fyrrverandi mágkonu minnar skiptir um barnahelgar, sem hefur áhrif á mig.
October 2, 2023 at 11:03 AM
Aldrei hefði ég ímyndað mér fyrir 12 árum að besti staður landsins sprytti upp í sjálfri Skeifunni. En hér erum við, með þennan gullmola sem Spilavinir eru; allt í senn, kaffihús, spilabúð, öruggara rými fyrir nörda og leiksvæði fyrir börn. Fullkomnun. Til hamingju með 12 ára afmælið, Spilavinir!
September 29, 2023 at 4:23 PM
Mig er farið að langa upp í kl. 23:00. Í morgun fór á á zoomfund kl. 7:30. Ég hélt ég myndi aldrei breytast. Hvað er að gerast?
September 28, 2023 at 10:44 PM
Vissuð þið að þú VERÐUR að vera með guðfræðigráðu og "embættisgengi" (óútskýrt, en geri ráð fyrir að þar sé verið að vísa í útskrift úr verknámi Þjóðkirkjunnar) til að sækja um að vera sálgæsluaðili á Landspítalanum? Manneskja með doktorspróf í klínískri sálfræði stæðist ekki ráðningarkröfur.
September 28, 2023 at 10:39 PM
Nei halló, svo má ekki gleyma því hvað lestir eru huggulegar...
September 21, 2023 at 1:19 PM
Nei sko, hinseginklæddir strætisvagnar eru náttúrulega líka mínir blætisvagnar!
September 21, 2023 at 1:18 PM
Á morgun er bíllausi dagurinn. Endurskeyttu með mynd af uppáhalds bíllausa ferðamátanum þínum!
September 21, 2023 at 1:16 PM
Skeyttu einhverju bláu úr myndasafninu þínu
September 21, 2023 at 11:24 AM
Mikið er sniðugt að gera tímabundna gangbraut sem endar á járnhliði. Stundum finnst mér að við hljótum að vera stödd í fallinni myndavél, virðing fyrir virkum vegfarendum er svo mikið grín eitthvað.
September 6, 2023 at 9:32 PM
Þið getið spreyjað og málað yfir regnbogafánann, en náttúran grípur í taumana og gerir sína eigin fána..
August 31, 2023 at 2:35 PM
Quote with a game that's nostalgic for you.

The Curse of Monkey Island (1997)

Þriðji leikurinn í seríunni og sá allra besti. Falleg grafík, mikill húmor, frábær talsetning og geggjuð tónlist.
August 31, 2023 at 6:33 AM
Bæði Aldís og Valdís eru karlmannsnöfn í Lettlandi. (Án brodda, auðvitað).
August 29, 2023 at 9:00 AM
Af hverju er rassa- og sáðfrumuþema í Laugum Spa?
August 17, 2023 at 7:24 PM